Mímir - 01.06.2007, Page 73

Mímir - 01.06.2007, Page 73
Nafnorðið hendur er fyrra orðið í þessari sam- setningu. Ekki er ólíklegt að seinna orðið,fót- ur, verði fyrir áhrifum af beygingu fyrra orðsins og þess vegna er ekki útilokað að þessi tilhneig- ing eigi rætur sínar að rekja til slíkra samsetn- inga. 4.1.2 Eins hljóðvarp í kvk.no. nótt-nœtur og í kk. no .fótur -fœtur Það eru engin bein merkingartengsl milli þess- ara tveggja nafnorða, heldur málfræðileg: Þau eru rótarnafnorð, hið fyrra kvenkynsorð en hið seinna karlkynsorð. Það sem er sameiginlegt með þeim eru sérhljóðavíxlin í nf. og þf.ft. Ef sérhljóðavíxlin eru til grundvallar hljóta þessi tvö nafnorð að vera í sama kyni í fleirtölu. Fleiri nafnorð í þessum flokki hafa eða hafa haft sömu víxl, t.d. brók - brókr, bók - bókr, bót - bótr, glóð — gléðr (Iversen 1972:68-69). Hægt er að búa til hlutfallsjöfnu sem lítur þannig út: (29) þf.et. nótt : þf.ft. nétr(nar) þf.et. fót : þf.ft. X; X = fótr(nar) Þannig ætti no.fótur einnig að vera til í kven- kyni í nf. og þf.ft.m.gr. í líkingu við fleirtölu- myndina af kvenkynsnafnorðinu nótt ef þessi hlutfallsjafna gengur upp. 4.2 Óformleg könnun á notkun no. fótur í ft. m.gr. Höfundur þessarar greinar gerði óformlega munnlega könnun á einum vinnustað í Reykja- vík. Þátttakendur voru beðnir um að setja no. fóturí þf.ft.m.gr. aftast í þessa setningu: (31) Eg þvoði mér um ... 18 íslendingar, starfsfólk og börn þess á aldrin- um 11-15 ára, tóku þátt í könnuninni.Heildar- niðurstöður könnunarinnar eru sýndar í töflu 1 hér að ofan: Tafla 1. Heildarniðurstöður svara á vinnustað — kyn no .fótur. kk. þf.ft.m.gr. kvk. þf.ft.m.gr. Alls fæturna fæturnar Faglærðir 8 8 Ofaglærðir 1 4 5 Börn starfsfólks 5 5 Niðurstöðurnar eru sem hér segir: 9 þátttak- endur sögðu fæturna og 9 fæturnar. Krakkar og langflestir ófaglærðra notuðu myndina fæturn- ar en faglærðir notuðu alltaf myndina fæturna. Börn nota mun meira talmál en ritað mál og það gæti verið ein ástæðanna fyrir aukinni notkun óviðurkenndrar myndar orðsins í þf.ft. (fæturnar). Talmál er miklu frjálsara en ritað mál og því leyfir talmál að nýjar orðmyndir séu búnar til t.d. vegna áhrifa frá nafnorðum sem eru hljóðfræðilega lík, t.d. nótt~næturnar, fótflæturnar. Af niðurstöðunum að dæma virð- ist kvenkynsmyndin af no. fótur sigra í huga ungs fólks. Niðurstöðurnar úr töflu 1 gefa kannski líka vísbendingu um að þolfallsmynd no .fótur sé til- lærð og þess vegna noti menntað starfsfólk hana á viðurkenndan hátt. Ef fólk hefur ekki lokið grunnnámi og því ekki fengið ábendingar um viðurkennda notkun nafnorðsins mætti ekki bú- ast við öðrum niðurstöðum þótt alltaf séu und- antekningar frá því eins og raun ber vitni. Þessi svör fengust þegar skýringa var leitað: (32) Tærnar á mér eru faUegar, þess vegna líka fæt- urnar. (einn) (33) Af því bara. / Ég hef aldrei hugsað um það. (flestir) Eins og sést af svörunum tengdi einungis einn þátttakandi no.fótur við tærnar en viðkomandi gaf ekki frekari skýringar á því. Flestir þátttak- endur höfðu aldrei leitt hugann að því af hverju þeir setja karlkynsnafnorðið fótur í kvenkyn í þf.ft.m.gr. 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.