Mímir - 01.06.2007, Side 86

Mímir - 01.06.2007, Side 86
hafna. Einu nafni höfnuðum við t.d., nafninu Dúnhaugur. Við vorum alveg viss um að þarna væri verið að gera at. Og þá notuðum við ama- ákvæðið sem er náttúrulega mjög vafasamt þeg- ar um fullorðinn mann er að ræða en töldum að þetta gæti ekki gengið sem íslenskt eigin- nafn.“ Amaákvæðinu er hins vegar afar sjaldan beitt að sögn Guðrúnar og hún nefnir sérstak- lega dæmi eins og Satanía og Lúsífer: „Eg átti mörg og löng samtöl við manninn sem sóttist eftir nafninu Lúsífer og var alveg sammála hon- um um að uppruni nafnsins væri afskaplega fall- egur. En hann er bara týndur og það er komin önnur merking. Þegar Lúsífer gerðist montinn og fór að meta sig við Guð var honum steypt niður til vítis og við það er nafnið orðið nei- kvætt.“ I umræddu frumvarpi er lagt upp með að leyfa öll nöfn nema þau sem geti orðið nafn- bera til ama. Afstaða Guðrúnar í þessu máli er augljós: „Ég er alveg á móti því að leyfa allt. Menn segja: Af hverju á fólk ekki að hafa leyfi til að gefa barninu sínu bara það nafn sem því dettur í hug? Það er nú bara einu sinni svo að margir eru ekki færir um að meta hvað er barn- inu fyrir bestu. Þeir ætla að vera ógurlega snið- ugir og velja svakalega flott nafn. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að hafa einhverja bremsu. Hún má þó ekld vera of stíf svo að menn geti ekki umhugsunarlaust tekið upp hvað sem er. Það hefur alltaf setið í mér það sem prófessor Ármann Snævarr benti á en hann vann með mér og fleirum að því að semja lög- in sem tóku gildi 1991. Hann hafði gert óform- lega könnun og skrifað hjá sér nöfn á saka- mönnum. Hann hafði veitt því athygli fyrir löngu, og alltaf verið að styrkjast meira og meira í sinni trú, að menn með erfið nöfn sem þeir hefðu orðið fyrir aðkasti vegna í æsku leidd- ust frekar út á erfiða braut. Margir, sérstaklega ungir sakamenn, hétu einhvern veginn af- brigðilegum nöfnum.“ Frjálsræði í nafngjöf orkar tvímælis í frumvarpinu er, auk amaákvæðisins, minnst á „hreinar nafnleysur“ og það tekið fram að ríkis- valdið geti komið í veg fyrir slíkar nafngiftir: „Þetta er bara sagt af svo miklu þekkingarleysi. Ef hann [Björn Ingi] ætlar að leggja allt niður nema amaákvæðið er amaákvæðið í raun og veru eina ákvæðið í lögunum sem er erfitt að vinna með. Hvenær ætlarðu að ákveða það að eitthvað verði einhverjum til ama? Þetta með nafnskrípi er svo einstaklingsbundið. Þú gætir gefið barni nafn sem þér þætti afskaplega fallegt og ég hugsa með mér: Hvernig getur hún ver- ið að leggja þetta á aumingjans barnið, að skíra það þessu nafnskrípi? Þetta er svo tilfmninga- bundið og persónulegt mat hvers og eins hvað er fallegt og hvað ekki. Hvað er nafnskrípi? Ef við höfum engin viðmið hvar eigum við þá að draga mörkin? Hvenær erum við komin út í nafnleysu? Eitt eða tvö nöfn fóru inn ekki alls fyrir löngu sem má deila um hvort séu nöfn eða nafnleysur, t.d. nafnið Þoka á litla stúlku. Það er allt í lagi með beyginguna og allt í lagi með rit- háttinn. Er þetta nafnskrípi eða ekki? Foreldr- unum fannst það ekki. Mér fmnst þetta ekki fallegt nafn á litla stúlku. Hún gæti liðið fyrir það að bera þetta nafn af því að það er nú eitt- hvað heldur neikvætt. Maður getur sagt um einhverja manneskju að hún sé óttaleg þoka, þ.e. svona lingerð og lítið í hana varið. Þessi ungi þingmaður gæti sagt að þetta sé nafnskrípi en hver á að ákveða það og á hvaða forsend- •su umr Aðspurð hverjar hún haldi að afleiðingarn- ar verði ef frumvarpið nær fram að ganga og mannanafnanefnd verður lögð niður segist Guðrún efast um að það gangi upp: „Þeir ætla að leggja mannanafnanefnd niður en ætla dómsmálaráðherra að fara með sama hlutverk. Eg get ekki ímyndað mér að dómsmálaráðherra setjist niður einu sinni í mánuði, einn og sér, og kveði upp úrskurði sem leggja þarf heilmikla 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.