Mímir - 01.06.2007, Síða 91

Mímir - 01.06.2007, Síða 91
þyrmandi hjá Páli og hjá Bjarna. Hann birtir þó ögn annarlegar hugmyndir um ástina og dauðann í ljóðinu Senn líður að (seinasta degi) þar sem hann boðar nýja ástarfundi og unaðar- stundir eftir dauðann. Hann minnir Ragnhildi á að ást þeirra logar og lifir yfir leiðunum þótt ský dauðans dragi að þeim, hún skuli ekki kveinka sér við að sjá hann deyja, heldur bræða sára brodda dauðans með brennandi tárum. Og í lokin heitir hann því að taka sér að eilífu ból í faðmi hennar og una þar og dreyma þótt hann deyi.8 Þessar ankannalegu hugrenningar hljóta að skrifast á reikning rómantíkurinnar, þótt sameining elskenda eftir dauðann sé einnig sterkt minni úr Eddukvæðum svo sem hér verður rakið síðar. Páll er þó ekki ofurseldur kenndum af þessu tagi því að stundum engist hann af kvíða yfir því að e.t.v. muni Ragnhild- ur deyja frá honum. Það „myrðir alla hjartans ró“, svefninn flýr hann um svartar nætur og hann grætur heitum tárum.9 I öðm lagi sýgur Bjarni líf af vömm Svövu,10 og Páll beitir því bragði nokkrum sinnum. A einum stað sýgur hann eins og býfluga hunang af vörum Ragnhildar og býr sér úr því bögur. Annars staðar sýgur hann sætar og heitar varir hennar sér til svölunar, eitt sinn flýgur hann að fá sér ljós og líf og lifandi orð af vörum hennar og á enn einum stað sýgur hann hjartans blóm- knapp hennar með vörum sínum.* 11 Þegar Páll kveðst munu tína blóm Ragn- hildar, binda þau saman í kerfi og halda þeim á lífi í barmi sér með tárum sínum til að gleðja hana með síðar kemur upp í hugann minni frá Benedikt Sv. Gröndal er hann lætur Óð leita blómsins að færa Freyju. Sonur Latónu vísar honum á rósir að binda lönd heimsins í megin- styrkan töfrafjötur og „í gullinn sveig þú ger- semi skalt vinda / og gefa síðan fagri Vana- 8 Sbr. Pál Ólafsson 1971:293-294. 9 Sbr. Pál Ólafsson 1971:22. 10 Bjarni Thorarensen 1954:118. 11 Páll Ólafsson 1971:35, 61, 103 og 107. dís“.12 Freyja laugar blómið gullinfögrum gráti sínum: Það er sú bára, sem það blóm mun lauga, á meðan ást í tárum endurskín og fýrnist ein við framliðinna hauga. Svo hurfu bæði aftur heim til sín.13 Það er Páli geðþekk líking að lauga blóm (og vanga) í tárum og að sjúga dögg (tár næturinn- ar) af blómknappi, þótt oftar séu það tár Ragn- hildar en hans sem falla. Benedikt hefur hér aukið tárunum merkingu og þanið hana út yfir gröf og dauða og Páll notfærir sér það og helg- ar tár sín. Hann kallar Ragnhildi líka tára Freyju í afmælisljóði til hennar 1889.14 I Dvergaljóði tekur Benedikt upp hending- ar Eggerts Ölafssonar: „Fagurt galaði fuglinn sá [...] Listamaðurinn lengi þar við undi“,15 og Páll gerði þetta sama oftar en einu sinni. Dverga- ljóð Benedikts er iðandi af lífi og fjöri og eins víst að Páli hafi líkað vel hafi hann séð það. Fleira ber fyrir augu: Benedikt endar Stúlku- vísu á að biðja hina „kossblíðu meyju" um koss fyrir kvæðið16 og mjög gjarnan finnst Páli líka hann eiga skilið að fá kvæðalaun af svipuðum toga hjá Ragnhildi. Hér gæti þó verið um til- viljun að ræða og eins víst að það hafi verið í tísku að biðja um slíkt. Augljóslega var tilgang- urinn hjá ástföngnum skáldum allt frá örófi alda að yrkja konum til ásta við sig, en það að orða óskina svo bert og glettnislega er e.t.v. ný- legt á þessum tíma. Báðir senda þeir líka huga sinn til fundar við meyna í aðskilnaði og láta hann hlaða hana atlotum.17 Að öðru leyti er ekki að sjá efnis- eða málfarslíkindi með Bene- 12 Sbr. Benedikt Sv. Gröndal 1948:205, Brísingamen. 13 Benedikt Sv. Gröndal 1948:207. 14 Páll Ólafsson 1984b:191. 15 Benedikt Sv. Gröndal 1948:19. 16 Benedikt Sv. Gröndal 1948:33. 17 Benedikt Sv. Gröndal 1948:30, Heim!, og t.d. Páll Ólafsson 1971:37—38, Hlóð mér að enni. 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.