Mímir - 01.06.2007, Page 92

Mímir - 01.06.2007, Page 92
dikt og Páli, en báðir kunna þeir að láta létt- leika geisla af ástarljóðum sínum. Gísli Brynjúlfsson yrkir mjög um ást og að- skilnað og „er þá ástfanginn af ástinni eins og Kormákur skáld eða eins og Werther hinn ungi í sögu Goethes“.18 Þó að Páll missi aldrei sjón- ar á viðfanginu gætir þessa ef til vill líka hjá honum á köflum að því leyti að aðskilnaðurinn upphefur ástina og orðfærið litast af því. Og við og við verður söknuðurinn dálítið uggvænlegur, sbr. Eg get dáið af að þrá hana Astu mína. Gísli vísar gjarnan til ástarkveðskapar dróttkvæða- skálda og Lofn (Freyja) verður honum mjög að yrkisefni, einnig birtist gyðjan Venus sem kvöldstjarnan í augum Svövu.19 Ástarstjarna Páls er oft sjáanleg í augum Ragnhildar, svo sem áður hefiir verið getið um (sbr. t.d. Ásta, Stjarn- an o.fl. o.fl.). Alþekkt er reyndar Ástarstjarna Jónasar og e.t.v. sækja þeir hér báðir til hans. I ljóðum Páls bregður reyndar fyrir svipaðri eftirsjá eftir sumri lífs síns, vonum, æsku og þrótti og í III. hluta ljóðabálksins um Svövu.20 Má þar nefna ljóðin Nótt, ég er næsta þreyttur og Englar þeir í hendur haldast. Loks má nefna að ljóð Gísla, Mirjam, minnir stundum á það hvernig Páll kveður til Ragnhildar, t.d. vísur 5, 7, 8 og 9.21 Páll tekur þó Gísla jafnan fram í hagmælsku. Þegar þess er gætt að Gísli og Páll eru jafn- aldrar og að ljóð Gísla munu ekki hafa orðið al- menningi mjög kunn fyrr en ljóðabók hans kom út 1891 að honum löngu látnum er erfitt að álykta að Páll hafi mjög dregið dám af Gísla. Var því kannski öfugt farið? Minnt skal á að ljóðasafnið Snót kom út þriðja sinni 1877 með 23 ljóðum Páls af ýmsum toga. 11. og 2. útgáfu hafði birst eitt ljóð eftir Gísla (Grátur Jakobs yfir Rakel).22 18 Sveinn Yngvi Egilsson 2003:17. 19 Gísli Brynjúlfsson 2003:68. 20 Gísli Biynjúlfsson 2003:67-68. 21 Gísli Brynjúlfsson 2003:63-64. 22 Sbr. Snót 1945, fyrra og síðara bindi. Heflin Ekki fer þó hjá því að greina megi hjá Páli ýms- ar hefðir ástamáls, bæði frá víkjandi og ríkjandi tímum. Kvenlýsing hans er klassísk og upphaf hennar má rekja allt til Eddukvæðanna, sem síðan átti sér aukna endurlífgun í rómantíkinni. Konan í ljóðum Páls Ölafssonar er ætíð máluð ljósum litum. Hún er björt, heið, hvít, hár hennar er gullið eða bleikt og svo er einnig um þá lík- amshluta sem leyfilegt er að tala um, enni, augu, kinnar, munn og nef, hálsinn, axlir, handleggi (eða arma), faðm, hendur, fmgur, barminn, brjóstin, tær og fót. Varirnar eru þó stundum rjóðar og hún sjálf líka. Af þessu öllu stafar mikilli birtu sem skín honum á nótt sem degi, á vegi hans, bæði frá henni en líka á leiðinni til hennar. I Eddu eru konur sem kynverur oftast auð- kenndar með hinum hvíta lit, tákni fegurðar, hreinleika, sakleysis og mýktar. Heimdallur og Baldur, hinir vammlausu meðal ása, eru líka kenndir við hann, en af þeim fer jafnframt litl- um karlmennskusögum. Konur eru sagðar spinna lín eða vera línhvítar á hörund. Páll sér líka Ragnhildi við línþvott, en lín er það efni sem menn hafa í klæðnaði næst sér og sofa við. Þegar Freyr hefur séð í Jötunheima og hrifist af Gerði lýsir hann henni svo fyrir Skírni: I Gymis görðum eg sá ganga mér tíða mey. Armar lýstu en afþaðan allt loft og lögur.2-’ Birta, skin sólar og dagsbrúnin eru öfl vonar, sköpunar lífs í náttúrunni og kraftaverka, sbr. orðin vonarglæta og töfrabirta. Og Skírnir, skó- sveinn Freys, er ekki valinn af handahófi til vin- skapar og þjónustu við son Njarðar og Skaða. Nafn hans er talið dregið af skini sólar, ‘sá er skín’. Honum er falið hið mikla verkefni að fara í Jötunheima og biðja Gerðar til handa Frey. 23 Eddukvæbi 2001:86, Skírnismál, 6. vísa. 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.