Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Qupperneq 6

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Qupperneq 6
BJÖRN BJARNASON: AF ALÞJÓÐAVETTVANGI NÝTT STIG ATVINNULEYSISBARÁTTUNNAR í ÍTALÍU Stríðið olli geysilegu tjóni á land- búnaði Ítalíu. Akrar og áveitur eyði- lögðust og vegakerfið stórspilltist. Heldur en að leggja í þann kostnað að endurbæta þessi spjöll, hættu land- eigendur að erja nema frjósömustu hluta landsins, létu hitt falla í órækt eða notuðu sem beitilönd. Þetta hafði í för með sér stórkost- legt atvinnuleysi meðal landbúnaðar- verkamanna, sem enn fór faxandi með hrörnun iðnaðarins í borgunum. Á- standið varð því þannig að óhemju- landflæmi voru ýmist illa eða alls ekki ræktuð, þúsundir landbúnaðar- verkamanna gengu atvinnulausar, en þjóðina skorti mat. Landssamband ítölsku landbúnaðar- verkamannanna, Corsfederterra, er stærsta sambandið innan ítalska verkalýðssamb., G.I.L., og telur nær 2 millj. meðlima. Það sameinar innan vébanda sinna bæði daglaunamenn, menn er vinna að uppskeru gegn hlutá í henni, og smábændur. Kröfur sínar um kjarabætur setur Confeduterra fram í samræmi við hagsmuni allrar þjóðarinnar, og hefur rekið öfluga útbreiðslustarfsemi til að sýna almenningi fram á að krafa land- búnaðarverkamanna um vinnu, er jafnhliða sett fram til að bæta úr mat- vælaástandi þjóðarinnar. Þeir er hlut taka í uppskerunni krefjast hærri hluta til þess að ræktunin verði bætt og afraksturinn aukinn, og smábónd- inn setur fram kröfu um lækkaða landleigu og lægri skatta, svo honum * verði kleift að selja framleiðslu sína ódýrari til neytenda. Þessar kröfur fundu hljómgrunn hjá ölium almenningi, sem þjáðist af mat- vælaskorti og dýrtíð, og urðu til þess að skapa samúð og virka aðstoð við hina nýju baráttuaðferð þeirra, sem nefnd hefur verið „öfug verkföll." Fyrst kemur þessi baráttuaðferð þeirra fram í Apuliahéraðinu, árið 1846, þegar samtökin fóru fram á það við landeigendur að þeir tækju hóp atvinnulausra verkamanna til að vinna áð nauðsynlegum undirbúningi undir uppskeruna. Landeigendur neit- uðu því, en samtökin sendu allt að einu menn til að framkvæma verkið. Útborgunardagurinn, sem er laugar- dagur, kom og verkamennirnir kröfðu laun sín fyrir verkið. Sumir landeig- endur greiddu þau af hendi án mikill- ar tregðu, en ef þeir gerðu það ekki hópaðist fólkið, verkamenn, bændur, smákaupmenn og oft var presturinn 148 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.