Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Qupperneq 8

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Qupperneq 8
23. þingéð og einingin Síðan það skeði með stuttu millibili að stefna nýsköpunar og fram- fara varð að víkja fyrir Marshallstefnunni og Alþýðusamband íslands féll í hendur fulltrúum hennar, hefur vinnandi fólk Islands orðið að þola hvert ólag kaupráns og kjaraskerðinga af öðru í ýmiskonar myndum svo sem gengislækkun, vöruokri, vísitölufölsunum, vaxandi atvinnuleysi o. s. frv. — Hvílíkt afhroð íslenzk alþýða hefur orðið að gjalda á þessu tímabili þrífylkingarforystunnar í verkalýðs- og lands- málum má meðal annars ráða af því, að ef enn væri í gildi sá háttur um útreikning kaupgjaldsvísitölu sem á var áður en þessi öfl tóku for- ystuna, mundi nú kaupgjaldsvísitalan vera 639 stig, og væri þá tíma- kaup samkv. Dagsbrúnartaxta kr. 19.68 í stað kr. 13,86. Munurinn á þessu nemur því 13 þúsundum 898 krónum á ári fyrir verkamanninn, miðað við stöðuga dagvinnu og dagsbrúnartaxta. Þetta er í yauninni hinn hagræni ávöxtur þrífylkingarforustimnar í þjóðfélags- og verka- lýðsmálum á undanförnum árum, fyrir verkamannaheimilin. Svona gífurlega hefur hallað á hinn vinnandi mann í átökunum við stéttarandstæðinginn, þrátt fyrir það, að tvisvar hefur tekizt á þessu tímabili að ná fram nokkrum kjarabótum fyrir atbeina framsækn- ustu verkalýðsfélaganna svo sem Dagsbrúnar, Iðju, Járniðnaðar- mannafélagsins o. fl. í harðvítugri baráttu við fulltrúa stéttarandstæð- ingsins í stjórn Alþýðusambands Islands, eins og dæmin sýna frá deil- unum 1949 og 1951. Svo sem kunnugt er hafa verkalýðsfélögin sagt upp samningum, staðráðin í að knýja fram verulegar leiðréttingar á kjörum vinnandi fólks, og er það ekki nema að vonum. Af dýrri reynslu undangenginna ára hafa þau höndlað þau sannindi að þar sem þau hugðust hafa kjörið sér æðstu trúnaðarmenn heildarsamtaka sinna, er nú að mæta hættulegum andstæðingi, og hafa félögin því valið sér eigin samstarfs- nefnd í sama formi og í fyrra, í fullum skilningi á því, að uppfylling brýnustu lífskrafna fólks krefst ekki síður árvekni gagnvart þessari hættu innan frá og ofan í röðum stéttarsamtakanna, heldur en þeirri, sem á sækir utan frá. Augljóst er að öll þau bolabrögð og rangsleitni, sem stjórn A.S.l. hefur nú í frammi við fjölda sambandsfélaga í fulltrúakosningumun 150 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.