Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 12

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 12
I1 Er ritið fór í prontun, barst frétt um að kauplagsnefnd hefði reiknað út kaupgjaldsvísitöluna fyrir nóvember, og að vísitalan hafi reiknast 153 stig. Framfærsluvísitalan reiknaðist hinsvegar 163 stig, eða 10 stigum hærri. Og ef gamla vísitalan hefði verið í gildi, hefði hún verið komin upp í 644 stig. Samkvæmt hinni nýju vísitölu eiga Dagsbrúnarmenn að frá kr. 14,14 um tímann eftir næstu mánaðamót. Væri hinsvegar reiknað út samkvæmt framfærsluvísitölu, eins og sósíalistar Iögðu nýlega til á þingi, ætti kaup Dagsbrún- armanna að verða kr. 15,06. Þannig á t. d. að ræna Dags- brúnarmenn 92 aurum á klukkustund, eða sem svarar kr. 2208 á ári fyrir 300 daga vinnu. Gefur þó þessi verðlags- vísitala hvergi nærri sanna mynd af dýrtíðinni. Sé reiknað með gömlu vísitölunni, en hún gilti áður en þrífylldngin tók völd í þjóðmálum og verkalýðsmálum, þá ætti Dagsbrúnarmaður að hafa kr. 19,84 um tímann. Kaup- ránið nemur því samkvæmt henni kr. 5,70 á klukkustund eða sem svarar 13 þús. 680 krónum á ári miðað við 300 vinnudaga. — Með öðrum orðum, fullt kaup Dagsbrúnar- manna þyrfti að hækka um 40% til að vega gegn dýrtíð- inni, sem valdhafarnir hafa leitt yfir alþýðima á undan- gengnum árum. kvæði gegn ca. 1230, eða um 210 at- kvæðum umfram. Þessi þróun er mikilsverð, því að hún ber því vitni, að áhrif sameining- armanna eru að færast út fyrir hóp þess verkalýðs, sem áður fyrr sótti fundi í félögunum. Aðferðir ríkisstjórnarliðsins í hin- um nýafstöðu kosningum hafa orðið sér eftirminnilega til skammar. Ekki sizt hefur hin herfilega misnotkun á starfsmöimum Alþýðusambands- stjórnar verið áberandi, en sumir þeirra hafa verið í lengri eða skemmri ferðalögum, einn þeirra á bifreið sambandsins, til þess eins að skipuleggja kosningabaráttu ríkis- stjórnarliðsins. Er ekki ómögulegt, að ýmislegt fleira kunni að koma í dags- Ijósið. Af hálfu sambandsstjórnar hafa kosningamar fyrst og fremst ein- kennst af opinskáum undirbúningi klofningsráðstafana í sambandinu og tilraunum til þess að halda fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna með ofbeldi. 154 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.