Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 19

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 19
á brott, og ég sá margar slíkar búðir úr lofti. Þannig hef ég séð tugi þessara búða. Hvarvetna í Evrópu veitti ég því athygli hve þessar búðir líktust hver annarri um byggingarstíl og allt útht, og hve svipaðar voru allar aðgerðir til að dylja þær, þannig að þær sæjust ekki frá vegum né öðrum samgönguleiðum. Það er engin ástæða til að halda að Rússarnir hafi fundið upp einhverja nýja aðferð til að dylja þær. Hvergi neitt þrælahald. Að sérstakri beiðni okkar gafst okkur þann 29. marz tækifæri til að fljúga yfir og umhverfi Kiev. Skyggni var gott, við flugum í tæplega 200 metra hæð og jafnvel lægra. Við flugum einnig nokkra hringi yfir umhverfi Moskvu og Karkov, enda þótt við grandskoðuðum ekki þau svæði. í nágrenni Kiev sá ég litlar herbúðir á einum stað, og voru þar bensínstöðvar og vörubílar. Þar stóðu 3 eða 4 smáhús, sem virtust heppilegar hermannaíbúðir, en hvorki fyrir bílana né heldur fangelsi. Þessi hús stóðu þar á opnu svæði, og engin til- raun gerð til að dylja þau. Þessi hús stóðu þar á opnu svæði, og engin til- líkingu af þrælabúðum, og erum við allir sammála um það. Hinsvegar getum við upplýst að það er mikið af aldingörðum í nágrenni Kievborgar“. Annar nefndarmannanna lýsti þessu yfir: „Það var hvergi neitt, alls ekki neitt, sem benti til að þrælabúðir fyndust á þessum landsvæðum." Mikið er nú gefið út af sorpritum til að svert þau ríki, sem lúta stjórrj) vinnandi stétta. — Bókin „Þrælabúðir Stalíns" er eitt þessara sorprita kostuð af amerísku hern- aðarauðvaldi. Forystumenn A.F.L. í Bandaríkjunum og aðrir helztu for- göngumenn þeirra samsærisafla í al- þjóðasamtökum verkalýðsins er kallar sig „Frjáls verkalýðsfélög", eru handbendi hinna amerísku og brezku auðhringa, er hyggja nú á stríð. — Myndin er af kápusíðu bók- arinnar „Þrælabúðir Stalíns" og á að sýna þá staði innan Sovétríkj- anna sem „þrælabúðirnar“ eru starfræktar á. VINNAN og verkalýðurinn 161

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.