Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Qupperneq 24

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Qupperneq 24
að þær vilja líka sjá allt,“ sagði karlinn og kímdi við. „Og Ameríkanar?“ „Þá fyrst er gaman þegar maður lendir með amerískum kerlingum,“ sagði hann og skríkti. Það mátti finna á Giuseppe að hann var orðinn latur og kannske ekki að ólíkindum. Þessa ferð var hann búinn að fara með hnusandi útlendingum oft á dag í 40 ár. Enn áttum við eftir að sjá stærsta hóruhúsið. „Þið eruð svoleiðis strákar að ég held að ykkur sé sama þótt þið sjáið það ekki.“ Og við vorum ekkert yfirmáta áfjáðir í að sjá fleiri hóruhús í Pompei, en höfðum öllu meira gaman að karlinum. Og þetta hefur ekkert breyzt flaug gegnum hugann um kvöldið. Við gengum eftir via Roma í Napoli og það var næstum komið kvöld en ekki alveg. Vorið kyssti íslending svo undurblítt á vangann og hann fór næstum hjá sér eins og sá sem er óvanur blíðuatlotum. Sjáðu Napoli og deyðu, sjáðu Napoli og deyðu, sjáðu Napoli og gráttu. Tveir litlir snáðar eltu okkur án afláts. Annar var á að gizka 7 ára hinn 10 eða 11. Annars er erfitt að geta sér til aldur barna hér á via Roma þar sem þau eru eins og kyrkingslegur vorgróður. „You want my siste mister, pliss“. Systir mín er afskaplega falleg, aðeins 16 ára. Þú færð hana fyrir 500 lírur „pliss, ,mister.“ Við mættum hóp af amerískum sjóliðum í fylgd með „gæd“, sem geislaði af ánægju yfir að hafa náð í svo feita gelti að flá. Hópnum fylgdi ógurlegur í fimm ára áætlun Ráðstjórnarlýð- veldanna eftir síðari heimsstyrjöldina var aukning þjóðarteknanna áætluð 38% miðað við árið fyrir stríð (1940). Sovétkona á samyrkjubúi. í þessu efni var farið talsvert fram úr áætlun. Borið saman við árið 1940 höfðu rauntekjur Sovétþjóðanna auk- izt árið 1950 um 64%. Næsta ár (1951) jukust þær um 12%. Nálægt þrem fjórðu hlutum þess- arar tekjuaukningar rann til vinn- andi fólks í bættum launakjörum og auknum opinberum hlunnindum, efnahags- og menningarlegum. — Af- gangurinn, til ríkis, samyrkjubúa og samvinnuverlzana, til framhaldandi aukningar hinnar sósíalisku fram- leiðslu og annarra þjóðfélagsþarfa. Hið opinbera framlag til almennra tiygginga svo sem sjúkra-, slysa-, elli- og örorkutrygginga svo og til ó- keypis menntunar á ýmsum sviðum, ókeypis orlofs o. s. frv. fer mjög vax- andi í Sovétríkjunum. Árið 1950 var í þessu augnamiði varið 120 milljörð- um rúblna, m. ö. o., framlagið þrefald- að frá því árið 1940. Árið 1951 var það 125 milljarðar rúblna. 166 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.