Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 25

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 25
hávaði, sem ekki er ótítt þar sem fleiri en einn Ameríkani er á ferð. „This is like en exhibition, the whole town is fucking," sagði einn hrifinn. Og þeir hurfu allir inn í eitt af óteljandi hóruhúsum við via Roma. Við gengum framhjá konu og 4 börnum smáum. Það var kominn háttatími hjá þeim og þau hnipruðu sig á gangstéttinni upp að húsvegg og sváfu, nokkuð sem hundar myndu ekki gera, því að jafnvel flækingshundar eiga afdrep, hversu lélegt sem það kann að vera. Sjáðu Napoli og deyðu, sjáðu Napoli og bölvaðu. Og við mættum líka hofprestum Júpíters frá Pompei á via Roma. Þeir ganga nú með kross á belgnum og þeir kunna margar kúnstir eins og forfeður þeirra með reykinn. Og vorblærinn kyssti vangann mjúkum vörum í einu bezta landi álfunnar, þar sem „ekkert hefur breyzt,“ ekki alveg, ekki ennþá, en bráðum. (Myndin á bls. 165 er frá Napóli). Fyrir fáum árum var þessi höll í eigu auðkýfings, engum til afnota nema áhangendum hans og gestum lítinn tíma ársins. Ungu stúlkurnar, sem sjást hér í garðinum eru börn alþýðunnar. Höllin er nú landbún- aðarskóli, hún er í Careli Mari í rúmenska alþýðulýðveldinu. VINNAN og verkalýðurinn 167

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.