Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Page 30

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Page 30
á ný bregðast við tilvist verkalýðs- samtakanna á þann hátt að refsa beztu og dýrmætustu kröftum þeirra með hungursvipu atvinnuleysisins. Þannig að svipta verkalýðssamtökin foryst- unni, jafna þau við jörðu og hafa svo ráð vinnandi fólksins í hendi sinni, eins og var fyrir fjörutíu árum. Þegar atvinnurekandinn gerir sig líklegan til að beita þessu níðings- bragði dugir ekki að snúa sér til borgaralegra dómstóla og hrópa „lög- brot! lögbrot!“, ekki heldur að varpa áhyggju sinni á þjóna atvinnurek- enda í stjórn A.S.Í. — Verkalýðurinn verður að búa sig og stéttarfélög sín í það að mæta slíku eins og við á, og skilja, að svona árás á einstakling- inn er árás á heildina. Sé vinnufélaga kastað út af vinnustað vegna félags- starfs í þágu hinna ber þeim að taka upp hanzkann fyrir hann og láta eitt yfir alla ganga, þar til rétti hans er náð. Sérhvert verkalýðsfélag verður að vera vakandi og reiðubúið til gagn- ráðstafana hvenær sem draugur at- vinnukúgunarinnar rekur upp koll- inn. Verkalýðsfélögin eiga að veita hvert öðru aðstoð gegn honum. Loks verða allir einstaklingar í verkalýðsstétt að muna og skilja, að andspænis atvinnukúgaranum er ekk- ert sem má skilja þá að; hvorki stjórn- mál eða trúmál né heldur hreppa- eða sýslumörk, því stéttarsamtök þeirra, lífsréttur þeirra allra er í veði. VILBORG ÓLÁFSDÓTTIR 10. okt. s.l. lézt í sjúkrahúsinu Sól- heimar í Reykjavík Vilborg Ólafs- dóttir fyrrv. formaður Starfsstúlkna- félagsins Sóknar. Hún var fáedd 22. febrúar 1899 á Lundi í Lundareykjadal í Borgarfjarð- arsýslu. — Vilborg hafði staðið fram- arlega í verkalýðssamtökunum tvo síðustu áratugina, verið ein af stofn- endum Starfsstúlknafélagsins Sóknar í Reykjavík, átt sæti í fyrstu stjórn þess 1934 og síðan samfleytt þar til s.l vor, en hafði þá verið formaður félagsins síðan 1945. Hún var góðum gáfum gædd og mannkostum, þótt hún bærist lítið á í dagl. lífi. Skapfesta og íhygli voru óumdeildir kostir hennar í félagsstarfi, enda má hiklaust segja að starf hennar í þágu stéttar sinnar hafi jafnan yerið farsælt. Vilborgar mun lengi minnst með virðingu og þakklæti, einkum þó innan félags- samtaka starfsstúlkna, sem hún hafði fcrnað svo mörgum stundum ævi sinn- ar. 172 VINNAN og verkalýöurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.