Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Qupperneq 32

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Qupperneq 32
VISXA z' Bréíið heirnar Gunnu til ríhisstjórnariimar Fyrir skömmu barst oss í lokuðu umslagi það sem hér fer á eftir.— Það er bréf frá henni Gunnu til hennar Önnu. Hvort Anna hefur týnt því og einhver fundið það og sent eða Anna hefur sjálf gert það, skal ósagt látið. En hver sem sendandinn er hefur hann litið svo á að á tímum sem nú, sé svona bréf ekki einkamál heldur mál þjóðarinnar í heild. Gunna er ekkert nema gæðin; á enga ósk heitari en geta sent Önnu eitthvað sem hún gæti „haft gagn af". í öllu sínu hispursleysi og einfaldleik er þetta bréf hennar Gunnu skýr mynd af hinu félagslega umhverfi þerrra stallsystra í ástandinu, átakanleg og kaldhæðin í senn. Bréfið er hollur pistill þeim valda- mönnum, sem reynt hafa að draga fjöður yfir einn af svörtustu blettum erlendrar hersetu á íslandi. — Þetta er í rauninni hréf til ríkisstjórnarinnar. Hér eru ekki birt rétt nöfn sendanda né móttak anda, ekki heldur heimilisföng. Hins vegar höfum vér undir höndum frumritið ef einhverjir á háum stöðum teldu málið þess vert að athuga það. — Stafsetning bréfritara er Iátin halda sér óbreytt. ORMUR ÓLAFSSON; Á þvi lendi eins og fyr engin hending rœður, þcgar stend við dauðans dyr drekk mig kenndan brceður. ★ Eg hef glatað ceskuþrótt aiveg flatur sleginn, illa hvatir að mér sótt, aldrei ratað veginn. ★ Eldinn lengur aldrei finn illa drengur gerður hörþustrengur hrœrist minn, hrifinn enginn verður. ★ Fánýtt glingur finna má fagran þyngjuauðinn blaðran sþryngur eftir á öllu kingir dauðinn. ★ Margar heitar minningar mina þreytu dylja eftirhreitur tcskunnar angri breyta vilja. .............. 14. 9., 1952 Elsku hjartans Anna mín! Ég ætla núna loxsins aS láta verða af því að skrifa þér nokkrar línur ég ætlaði nú að vera búin að því fyrir löngu síðan, en það hefur alltaf dregist hjá mér. Hjérna er ekkert nýtt að fréta allt geingur sinn sama gáng. Ég hef verið lasin í dag, og leigið í rúminu, ........læknir kom til mín í morgun og hlustaði mig, hann sagði að það mundi vera bólgin kirtill undir hægra brjóstinu, en það er ekkert alfalegt sem betur fer, ég vona að ég verði orðin svo góð á morgun að ég geti farið að vinna. Jæja ástin mín ég vona að þú hafir það gott, og komið fljótlega aftur. Ég ætlaði að reyna að senda þér eitthva sem þú gætir haft gagn af, en 174 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.