Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 34

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 34
Rabbað vtð Carl Löve Niðurlag. Að leiðarlokum. Haustið 1922 hélt ég úti m.b. Þormóði frá Þingeyri, og gekk það eftir atvikum vel. Á ísafirði gerðust um þetta leyti þau tíðindi, að Alþýðuflokksmenn urðu þar ofjarlar íhaldsins í bæjarmálum. En gamla íhaldið brást illa við eins og þess var von og vísa, og neytti fjárhagsaðstöðu sinnar til að skipuleggja skemmdarstarf í atvinnulífinu, í hefndarskyni. Þetta átti að ógna hinum framsæknu öflum til afturhvarfs og hlýðni, en þá voru ekki komnar á sættir með foringjum Alþýðuflokksins og íhaldsins í öllum meginatriðum eins og nú. Þessi viðbrögð íhaldsins komu fram í síversnandi lánsfjármöguleikum hjá útibúi íslandsbankans, sem þá starfaði á ísafirði, en það var sett á haus- inn nokkru síðar. Frá þessum tíma tel ég að margur forystumaður íhaldsins eigi frekar óhrjálegann feril að baki sér, þar vestra. En sleppum því nú. Um næstu áramót flutti ég til Önundarfjarðar. Þar barst mér með tveggja daga fyrirvara frá bankanum sá boðskapur, að öllum útgerðarlánum mínum væri sagt upp. Afleiðingin var sú, að ég missti þar bát minn, en hann var seldur um vorið á nafn manns, sem að vísu hafði talsvert í veltunni, en talinn skuldugastur allra. Af því má sjá, að þá strax var íhaldið komið upp á lag með að stjórna með skuldum sínum. Skömmu síðar bauðst mér skipstjórnarstaða á tveimur skipum, svonefndum Sameinaða-Kára eða Svarta-Kára, er sumir kölluðu hann, 40 sml. skip með vél, eign Sameinuðu-verzlananna. — Hitt skipið var m.b. Gylfi, eign nokk- urra mann, sem ég hafði verið í félagsskap með áður. Ég tók heldur Kára, þótt mér þætti hann lakari, því ég vildi ekki verða á neinn hátt meinsmaður Halldórs Sigurðssonar skipstjóra, vinar míns, sem ég vissi að reynt var að láta gjalda róttækni sinnar í baráttunni við bankavaldið, eins og reyndar mig sjálfan. Ég var með Kára um nokkurt árabil og stundaði veiðar við Vesturland, Norðurland og Austurland á sumrum, en var jafnan við Faxaflóa á vetrum. — Þetta lánaðist jafnan vel. Ekki man ég nákvæmlega hve lengi ég var með Kára, en síðustu ár sjó- mennsku minnar var ég skipstjóri á E.s. Elínu frá ísafirði, en það skip töld- umst við eiga í félagi, við Magnús Ólafsson á ísafirði. 176 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.