Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 35

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 35
Það mun hafa verið 1929—’30 að ég hætti að stunda sjómennsku, enda þá orðinn mjög farinn að heilsu og ekki með öllu óþreyttur ,eftir 40 ára volk á sjónum.“ Jæja Carl minn, þú hefur nú sagt okkur merkilegt sögubrot af þróun ís- lenzkra fiskveiða úr frumstæðum áraskipum í nýtízku vélskipaútveg og svo nokkuð af þínum eigin þætti í þessari sögu. En segðu mér nú eitt að lokum, ef þú þorir að trúa mér fyrir því. Það mætti nefnilega ætla, að þú værir orðinn sæmilega efnaður, svo maður segi ekki naeir, eftir allt þitt starf, annar eins framtaksmaður og sjógarpur. Og að sjálf- sögðu hefur þú verið sæmdur krossi, einum eða fleiri, fyrir brautryðjenda- starfið í veiðiskap og útvegsmálum, — eða er ekki svo? „Jú, mikil ósköp“, svarar Carl Löve og hlær við“. Ríkur er ég sannarlega. •— Eg hefi í hjúskap mínum átt þátt í að koma upp 12 börnum, hverju öðru efni- legra. Þannig hef ég orðið mörgum milljónaranum auðugri í elli minni. — En afraksturinn af striti mínu, eins og margra annara samtíðarmanna minna á sjónum, hefur að öðru leyti lent í úKinn óseðjandi, sem þú þekkir.. Og úr því þú minntist á kross skal ég segja þér það, að krossaglingur frá óvinum alþýðunnar hefur mér jafnan verið viðurstyggð, hvaða nafn sem því er gefið — en einn kross hef ég þó fengið. Það er krossinn, sem þjóð mín ber nú á herðunum, kross hernáms og ófrelsis, sem ég vil að hún varpi af sér hið allra fyrsta.“ Þannig fórust Carli Löve orð, hinum aldna sægarpi, síðast er við áttum tal saman. J. R. bréfið hennar gunnu Pramhald af bls. 173. eg skemti mér vel eins og þú getur ímindað þér. Ég á að hitt hann á Laugar- daginn aftur, og mig hlakkar mikið til. Jæja elsku Anna mín ég held ég hafi ekki meira að segja þér að þessu sinni, ég vona að þú hafir haft þolinmæði til að lesa þetta rugl . Vertu blessuð og sæl elsku hjartans Anna mín og hafðu það alltaf sem best þess óskar þín einlæg vinkona Gunna. Vertu hughraust vina mín ég vona að guð þið geimi gleði og gæfan fylgi þér ætíð í þessum heimi. VINNAN og verkalýðurinu 177

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.