Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Síða 36

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Síða 36
JOHN WOLFARD: Mynd af .frjálsu' verkalýðsfélagi ÞÝTT ÚR WORIJ) TRADE UNION MOVMENT IV. VINNUSKILYRÐI VIÐ HÖFNINA í NEW YORK Bryggjustjórarnir eru umboðsmenn. atvinnurekenda, en að öllum jafnaði á Rayan þátt í vali þeirra. Jafnhliða eru þeir meðlimir í deild hafnarverka- manna, og þá oftast framkvæmda- stjórar deildarinnar. Stundum eru þeir ennfremur með- eigendur í fyrirtækjinu sem sér um skipaafgreiðsluna. Svo er um Florio, Anastasía, Bowers og fleiri. Þannig er sá maður sem ræður því hver vinnu fær í hverju tilfelli, umboðsmaður atvinnurekenda, ef til vill meðeig- aridi í fyrirtækinu, jafnhliða er hann svo starfsmaður verkalýðsfélagsins, útnefndur af Rayan, og ef til vill bófi og manndrápari. Möguleikar þessa kerfis til að arð- ræna og féfletta verkamennina eru ótæmandi ekki sízt þegar við bætist hin úrelta ráðningaraðferð sem enn ríkir við New York höfn. Ráðning fer þannig fram hvern dag að verkamennirnir „raða sér upp“ eins og það er kallað. Þessi aðferð þekkist óvíða nú orðið. 178 A vesturströnd Bandaríkjanna var hún lögð niður eftir verkföllin miklu 1934 og ’36 sem skópu hið framsækna sam- band hafnarverkamanna, Inteinational Longshoremin’s and Warehousemen’s Union (I.L.W.U.) undir forystu Harry Bridges. Hvern morgun raða verkamennirn- ii sér í hálfhring utanum bryggju- stjórann, segjum 150 mann á hverri bryggju. Hann velur svo úr hópnum þá er vinnu fá þann daginn. Þetta er eínföld aðferð en skapar hinsvegar mikla möguleika, sem eru óspart not- aðir. Það er föst regla að hver verkamað- ur sem vinnu fær verður að kveldi að skila aftur 2—3 dollurum af daglaun- um sínum til bryggjustjórans, láti hann það undir höfuð leggjast þarf hann ekki framar að gera sér vonir um að fá vinnu. Auk þessa fasta framlags eru svo við hverja útborgun allskon- ar „frjáls samskot”. Verkamaður sem spurður var að því hvað gerðist ef einhver neitaði að taka þátt í þeim svaraði því til að sá hinn sami kæm- ist að raun um að hann fengi ekki vinnu daginn eftir og jafn vel yrði hann fyrir óþægilegum hrindingum, VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.