Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Side 42

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Side 42
ars getur hún hreyít sig úr stað með 250 metra hraða á klst. og gengur þá á stálvöltum eða meiðum. Undirstöður vélarinnar eru með sérstökum vökvaþrýstiútbúnaði. — Áhöfn vélarinnar eru 5 menn ,en unnið er allan sólarhringinn í 8 klst. vöktum og þarf þessvegna að hafa þrefaldan mannskap eða 15 menn og 2 að auki sem ekki ganga á vaktir, eða alls 17 menn. Vélin getur grafið meira en 3000 rúmm. á sólarhring og vinnur að jafnaði á við 7000 verkamenn. Nú hafa verið smíðaðar margar slíkar vélar í Sovét- ríkjunum. Nýlega hafa verið smíðaðar leðjudælur sem hvíla á flekum og geta dælt upp 1000 rúmm. af sandi og leir á klst. allt að 17 metrum undir vatnsyfirborði. Vélaorkan er 7000 kw. Með opnum Lenínskurðins fyrir skipaumferð er lokið fyrsta þætti í hinum stórkostlegum framkvæmdum sem eiga að vera grundvöllur að framkvæmd kommúnismans í Sovétríkjunum. Þessar framkvæmdir hófust með plöntun skjólskógabeltanna árið 1948. Því starfi á að vera lokið á 10 árum. Ennþá stórkostlegri vatnsorkuver og áveitur og ræktun eyðimerkurlandssvæða eru á döfinni. Verið er að reisa orkuver við Kúbiséf sem á að hafa 2 millj. kw. afl og framleiða 10 milljarða kwh. á ári og Stalíngradorkuverið sem verður 1,7 millj. kw. og framleiðir einnngi 10 miljarða kwh. á ári. Byrjað er á Túrkomenskurð- inum. Stórkostlegasta af þessum framkvæmda verður þó Ob-fenissejstíflurn- inum. Stórkostlegastar af þessum framkvæmdum verða þó Ob-Jenissejstíflurn- ar sem eiga að snúa við rennsh stórfljótanna Ob og Jenisej. Loftslag Vestur- ast fyrir 200 milljónir manna. Meginið af orku allra þjóða Sovétríkjanna þarf að beina að þessum stór- virkjunum. Þar er ekki aðeins um að ræða að grafa skurði og gera stíflur og reisa orkuver, heldur þarf nýbyggingu á öllum sviðum til þess að þessar framkvæmdir séu mögulegar. Byggja þarf nýjar borgir og þorp. Það þarf nýja vegi fyrir umferð 25 tonna vörubíla, ný hafnarmannvirki í Moskvu, Roslof, Stalingrad og fleiri borgum, nýjar járnbrautir og raforkuver og véla- verksmiðjur, nýjar sementsverksmiðjur, nýjar sjálfvirkar steypuverksmiðjur og þannig mætti lengi telja. Sovétríkin geta með sanni sagt: Við höfum engan tíma til að fara í stríð. 184 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.