Goðasteinn - 01.09.2001, Page 20
Goðasteinn 2001
Pálmi Eyjólfsson afhendir Ragnheiði
Jónsdóttur sýslumannsfrú gjöffrá
sýslunefndarmönnum í kveðjuhófi
1985.
minnast. Ég starfaði þar með þremur
sýslumönnum, þeim Birni Fr. Björns-
syni 1947-1977, Böðvari Bragasyni
1977-1985 og Friðjóni Guðröðarsyni
frá 1985, allt hinir bestu menn, hver á
sinn hátt.
Starfinu fylgdi einnig að ég sat í
byggingarnefnd Stórólfshvolsjarða frá
1954 til starfsloka. Sem starfsmaður
beitti ég mér m.a. fyrir því að FIvol-
hreppur eignaðist allt það land sem
kauptúnið stendur á. Einnig átti ég þátt
í að íþróttavöllurinn var byggður með
framlagi sýslusjóðs.
Ég sat svo í sýslunefnd frá 1967 til
1989 og kynntist þar miklu ágætisfólki,
öllum helstu höfðingjum hvers hrepps í
sýslunni. Að öðrum ólöstuðum vil ég
nefna menn eins og Sigurjón Sigurðs-
son í Raftholti. Allt voru þetta velvilj-
aðir menn sem vildu vinna sínum sveit-
um vel.
Ég get einnig nefnt það hér að ég er
búinn að skrifa ágrip af sögu sýslu-
nefnda Rangárvallasýslu frá upphafi og
þar til sýslunefndir voru lagðar niður
og héraðsnefndir tóku við. Vonandi
kemst sú bók einhvern tíma fyrir sjónir
almennings, því að þessir menn unnu
stórvirki á sínum tíma.
Rangæingar hafa á aðra öld átt vel-
viljaða og athafnasama sýslumenn, sem
mörgu góðu hafa komið til leiðar í
góðri samvinnu við sýslunefnarmenn.
Það hlýtur margt að hafa tekið
breytingum á sýsluskrifstofunni
þessi 44 ár?
- Já, en það er þó einkum á síðasta
áratug sem starfsemin hefur breyst
mikið, bæði umboðsstörf og stjórn-
sýsla. Að mínu mati var einna verst að
missa frá sýslumannsembættinu stjórn
sýslufélagsins sem nú tilheyrir héraðs-
nefnd.
I stuttu máli treysti ég mér ekki til
að telja upp þau verkefni sem nú til-
heyra sýsluskrifstofunni, en þar ber
hæst innheimtu skatta ýmiskonar, svo
sem þinggjalda og annarra opinberra
gjalda fyrir ríkissjóð, umboðsstörf fyrir
Tryggingarstofnun ríkisins, einnig
ýmsa stjórnsýsluþætti, þinglýsingar,
yfirfjárráð notarialgerða og fleira, svo
og margháttaðar leyfisveitingar og lög-
gæsla, svo að stiklað sé á stóru. Ég
hygg að engin staða í þjóðfélaginu gefi
eins mikla innsýn í mannlegt samfélag
eins og staða sýslumanns í héraði eins
og okkar, þar sem kynnast má nánast
flestum hliðum mannlífsins.
-18-