Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 360
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
Martu, sem elstu dóttur, fannst hún
eins og bera ábyrgð gagnvart yngri
systkinum sínum og fór því snemma að
kenna þeim og jafnvel sauma á þau föt
og svo snemma sem hún hafði aldur til,
fór hún að vinna heimili sínu tekna,
með því að fara í vist, fyrst til Vest-
mannaeyja og síðar víða um land og
síðar varð hún ráðskona á sumrin í 17
sumur við vegavinnu og brúarvinnu
víðsvegar um landið, sem jafnframt gaf
henni tækifæri á að kynnast landinu
betur, njóta fegurðarinnar og læra nöfn
staða, fjalla og fossa, sem voru eins og
hrynjandi með lífi hennar. En hvergi
var þó í hennar huga fegurra en undir
Fjöllum og engin sveit var henni kærari
og alltaf þegar hún hafði tækifæri til,
kom hún þangað. Þegar sveitungar
hennar réðust í byggingu félagsheim-
ilis, gaf hún peningagjöf til kaupa á
vönduðu píanói, sem var tileinkað
minningu um Sigurð Vigfússon frá
Brúnum, kennara hennar í æsku, sem
hún mat mjög mikið og íbúð sína
ánafnaði hún sveitinni eftir sinn dag.
A vígsludegi félagsheimilis Vestur-
Eyfellinga 1984 orti hún:
„Hittumst öll ú Heimalandi
heiðursfólk frá hverjum bœ
úti fyrir fjallasandi
freyðir báran sí og œ.
Leynist bleikja í lygnum ósi,
Ijúferu kvöld við Arnarhól
logar nótt afnorðurljósi
núpinn roðar morgunsól. “
Síðasta erindi ljóðsins hljóðar svo:
„ Margir fagrir fossar víða
finnast hér í okkar sveit
frá þeim ár og lœkir líða
létt um sand og gróinn reit.
Veðurguðir stilli stríða
storma er kunna að geisa hér.
Vaki bernskubyggðin fríða,
blessun Drottins yfir þér. “
Þannig var hún náttúrubarn síns
tíina, svo hreinskilin og ráðvönd, glað-
sinna og sá ætíð eitthvað gott í fari
annarra. Börnin löðuðust að henni og
mörg börn systkina hennar urðu eins
og börnin hennar, sem hún fylgdist
með, saumaði föt á, studdi og hvatti.
Um 1960 festi hún rætur á Selfossi
og vann þar einkum fyrir sér við
saumaskap, en 1973 eignaðist hún sína
íbúð þar að Austurvegi 73. Hún fylgd-
ist vel með ættingjum sínum og sveit-
ungum, tók þátt í félagsstarfi og söng
með samkór á Selfossi og naut þess að
fara í ferðalög með góðum ferðafé-
lögum. 14. desember 1998 fór hún að
Ljósheimum og naut þar góðrar um-
önnunar. Hún andaðist þar 7. 6. og fór
útför hennar fram frá Asólfsskálakirkju
18. júlí 2000.
Si: Halldór Gunnarsson, Holti.
-358 -