Goðasteinn - 01.09.2001, Page 84
Goðasteinn 2001
Guðmundur Sæmundsson, Skógum:
Asatrúin - villimennska
eða fullgild trúarbrögð?
/ umrœðum síðustu missera í tilefni
kristnitökuhátíðar liefur ásatrúna
borið nokkuð á góma, en hún var sú
trú sem kristnin tók við af. Ekki hafa
öll ummæli um ásatrúna verið af
miklum skilningi, þekkingu eða
umburðarlyndi. Úr því verður auð-
vitað ekki bœtt með einni grein, en ef
til vill gœti hún lagt eitt lítið lóð á vog-
arskálarnar.
Ríkjandi trúarbrögð hér á landi við
landnám og fyrstu 100 árin eftir það
var ásatrúin sem svo hefur verið nefnd,
einnig stundum nefnd „heiðinn siður“.
Þessi trú átti sér langa og merka sögu
og má rekja rætur hennar allt aftur til
Grikkja og Rómverja og enn lengra
aftur. Ekki er vafi á að á þeim langa
tíma sem hún var við lýði meðal
norður-evrópskra þjóða hefur hún
breyst mikið og litast af öðrum trúar-
straumum. Um það leyti sem ísland
byggðist má segja að ásatrúin hafi
verið að syngja sinn svanasöng. Kristn-
in var að leggja undir sig alla Evrópu,
herskáir konungar tóku kristna trú og
brutu lönd sín undir kristnina. Hið
sama gerðist hér. Þótt Island væri full-
valda ríki var það undir miklum áhrif-
um Noregskonunga, og margir helstu
höfðingjar landsins sóttu afl sitt þang-
að.
Náttúrutrú
Ásatrúin er náttúrutrú, því að menn
trúðu því að náttúruöflin væru mann-
inum æðri, þau væru undir stjórn guð-
anna og eins konar birtingarmynd þeir-
ra meðal mannanna. Virðing fyrir nát-
túrunni var því ásatrúarmönnum eðlis-
læg. Breytingar og átök í veðurfari,
eldsumbrotum, uppskeru, fiskigengd
og sjólagi mátti því túlka sem skilaboð
guðanna til manna, einstaklinga, ætta,
íbúa landssvæða eða allra manna í
einu.
Athyglisverður er sá skilningur
ásatrúarinnar að náttúran og þar með
heimurinn sé eilíf hringrás. Upphaf
heimsins gerir ráð fyrir að eitthvað hafi
verið til þar á undan, og jafnvel hin
miklu ragnarök sem ásatrúarmenn
væntu voru ekki endalok alls, því að
upp úr þeim skyldi verða til nýtt upp-
haf. Dauði einstaklingsins var heldur
ekki endalok hans, hann fæddist á ný
til nýrrar og annarrar tilveru, vená eða
betri eftir atvikum.
-82-