Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 79
Goðasteinn 2001
Ingólfur Sigurðsson:
Sveinn Snorrason á Reynifelli og niðjar hans
- maður af dularfullum uppruna
Þegar œttir eru raktar fram, er mjög
misjafnt hve miklar upplýsingar er að
hafa um viðkomandi einstaklinga. Um
suma liggur allt Ijóst fyrir, hœgt er að
fylgja ferli þeirra frá vöggu til grafar
ef svo má segja, en aðrir eru nánast
nafnið tómt. Loks eru svo nokkrir,
sem eiga sér óljósan, að maður ekki
segi dularfullan uppruna, þekkingin á
þeim er takmörkuð, líkurnar fyrir
uppruna þeirra eru misvísandi, og
ekki hcegt að greina með fullri vissu
hvað réttast sé. Einn er sá minna for-
feðra, sem mér finnst þetta eiga
sérstaklega við og verður hans ná
minnst hér.
Árið 1729 býr á Reynifelli á Rang-
árvöllum maður að nafni Sveinn
Snorrason, 46 ára kona hans Jódís
Olafsdóttir 43 ára. Börn þeirra eru talin
eftir aldri. Þorvarður 20 ára, Helga 19
ára, Sesselja 18 ára, Halldóra 9 ára,
Þórarinn 8 ára, Helga önnur 3 ára,
Snorri 2 ára, Ólafur 1 árs, auk þessara
er dóttir þeirra talin Sigríður fædd ári
síðar, en manntalið er tekið, öll þessi
komust upp.
Þegar skyggnst er á manntalið 1703,
þá er Jódís hjá foreldrum sínum í
Gerðakoti undir Eyjafjöllum, þau hétu
Ólafur Eyjólfsson 60 ára og Helga
Magnúsdóttir 59 ára, en Sveinn finnst
hins vegar ekki, á Suðurlandi er enginn
með því nafni. En á Skarði í Bjarnar-
firði í Strandasýslu búa hjón að nafni
Snorri Sveinsson 49 ára og Helga
Aradóttir 54 ára, elsti sonur þeirra
heitir Sveinn og er 20 ára, nákvæmlega
jafngamall Sveini á Reynifelli. Það er
mjög freistandi að álíta að hér sé um
einn og sama mann að ræða. Sé svo
ekki þá vantar Svein Snorrason í mann-
talið og eru slíks dæmi. Það er t.d.
grunsamlegt hvað Sveinn Snorrason
kemur snemma fyrir á Suðurlandi þó
að hann finnist þar ekki 1703. Árið
1706 eignast hann barn með Hallfríði
Einarsdóttur í Holtssókn. Hún finnst
ekki heldur á Suðurlandi í manntalinu
1703. Og árið 1709 er hann farinn að
búa í Vesturholtum, þar mun hann hafa
búið til 1725, er hann flutti að Reyni-
felli þar sem hann bjó svo til dauða-
dags 1739. Árið 1703 eru nokkur
Snorrabörn í Vesturholtum það yngsta
barn húsfreyjunnar af fyrra hjónabandi,
hitt munu vera stjúpbörn hennar. Hér
virðist um tvo möguleika að ræða um
uppruna Sveins Snorrasonar, annað
hvort hefur hann verið frá Vesturholt-
um og hefur fallið burt úr manntalinu
-77