Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 276
Goðasteinn 2001
Oddastefna 2000
nefndum sakamálaskrám og hrepp-
stjórabókum heldur en frásögnum þeir-
ra sem sjálfir lifðu þá tíma sem um er
fjallað eða höfðu eftir feðrum og
mæðrum, ömmum og öfum hvernig
mannlífi var háttað á fyrri tíð. Sú
kynslóð sem kennd hefur verið við
aldamótin 1900 og lagði grunninn að
þeim lífskjörum sem við njótum í dag,
á síst skilið slíkan óhróður sem þar
hefur sést á borð borinn. Eldra fólk
núlifandi, sem man mannlíf í sunn-
lenskri sveit fyrir heimstyrjöldina
síðari, mun margt telja að sambúðar-
hættir og félagsandi hafi þá að sumu
leyti tekið fram því sem nú þekkist.
Þrátt fyrir að minna væri umleikis og
færri kosta völ en nú gerist, var fólkið
ánægt og lífsglatt ef heilsa gafst, kunni
að gleðjast og gefa af sér, og samhjálp
var einstök og samstaða, þegar á
reyndi, milli heimila og bæjarhverfa.
Og þetta var ekki uppfundið af einni
kynslóð. Þetta var menning, tekin í arf,
flutt frá einni kynslóð til annarrar. Þetta
var kristin menning. Við kirkjuna sína
hittist fólkið. Þangað var farið til að
sýna sig og sjá aðra, viðra og reyna
gæðingana og svo fór ekki hjá því að
hugsun og hegðun mótaðist af því sem
síaðist inn frá því sem sagt var, lesið
eða sungið við hefðbundið helgihald í
kirkjunni. Að dæma þetta samfélag og
lítilsvirða fyrri kynslóðir út frá hrösun
einstakra ógæfumanna, eins, eða kristin
samfélög hvar sem er um heimsbyggð-
ina af illverkum kumpána eins og
Hitlers og Stalíns, A1 Capones eða Axl-
ar-Bjarnar.
En kristnu samfélagi okkar og
kirkjusögu verður aldrei lýst í svart-
hvítu svo hin rétta mynd fáist. Lit-
brigðin eru margvísleg. Leikur ljóss og
skugga, átök góðs og ills í ýmsum
myndum, gleði og hryggð hafa ávallt
sett sín mörk á mannlífið og endur-
speglast enn í umróti og sviftingum
lífsháttabreytinga, byggðaröskunar,
alþjóðavæðingar og Mammonsdýrk-
unar, sem allmjög virðist sækja í sig
veðrið um þessar mundir og teygir
anga sína og áhrif einnig inn í okkar
fámenna og friðsæla samfélag. Um
áhrif og ávexti kristinnar boðunar og
kirkjustarfs fer, sem einatt áður, eins og
um gróðurinn sem jörðin lætur upp
vaxa þessa vordaga og vikur. Hann er
skilyrðum háður. Sumir gróðurreitirnir
eru grænir og gróskumiklir - annars
staðar sinubleikir eða jafnvel með kal-
sárum. Slík óræktarmerki gefa auðvitað
ástæðu til efasemda og gagnrýni þeirra
sem utanhjá standa og ekki leggja
annað til en úrtölurnar. En minnumst
þess þá að „einn er sá sem sáir en annar
sá sem uppsker. Aðrir hafa erfiðað, en
þér eruð gengnir inn í vinnu þeirra“.
Þessa er hollt að minnast er við nú
fögnum þúsund ára afmæli íslenskrar
kirkju og kristni.
Það mun almennt viðtekin stað-
reynd, að það voru sunnlenskir höfð-
ingjar sem einkum beittu sér fyrir
kristnitökunni á Alþingi fyrir 1000
árum, allt frá Síðu-Halli að austan,
skaftfellskum höfðingjum flestum,
Njáli á Bergþórshvoli og vestur til Ar-
nesinganna Gissurar hvíta og Hjalta
-274-