Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 356
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
Karl og Guðfinna eignuðust sex
börn, en fimm komust á legg. Elsta
barnið, óskfrð telpa lést aðeins viku-
gömul, var fædd 24. október 1949.
Næst leit dagsins ljós Margrét, f. 21.
október 1955, búsett í Reykjavík. Hún
var gift Davíð Jóhannessyni og eiga
þau þrjú börn. Hallbjörg, f. 12. október
1956, gift Stefáni Sveinbjörnssyni
búsett í Reykjavík og eiga þau þrjú
börn. Gunnar Helgi, f. 16. október
1957, kvæntur Berglindi Bergmann
Gunnarsdóttur, þau eru bændur í Ey og
eiga þrjú börn. Kristinn Arnar, f. 21.
maí 1960. Hann á tvo syni og er í sam-
búð með Irinu Kamp og eru þau búsett
á Hvammstanga. Yngst er svo Sigríður,
f. 5. janúar 1965, gift Sölva Sölvasyni,
búsett á Siglufirði og eiga þau þrjú
börn.
Karl og Guðfinna lögðu metnað
sinn í að ala börn sín upp af kostgæfni,
í gleði, hlýju og alúð. Þau stóðu saman
í mótlæti sem meðlæti og öxluðu sam-
eiginlega byrðar sem sjálfsagt hafa oft
verið þungar fyrr á árum, en þau voru
mannkostafólk, bæði vel skapi farin,
bjartsýn og dugleg.
A yngri árum sótti Karl nokkrar
vertíðir til Vestmannaeyja eins og títt
var um Landeyinga á þeim tíma. Sam-
hliða búskap vann hann ýmis störf utan
heimilis, t. d. við smíðar og annað sem
til féll. Hann var hagur maður og vask-
ur til allra verka, bóngóður, lipur og
hjálpsamur og notaði helst ekki orð
eins og nei ef hann var beðinn einhvers
viðviks. Og viðvikin voru nokkur því
hann var vinsæll maður og vinamargur.
Karl Hafsteinn Halldórsson var
vörpulegur maður, léttur á fæti og
kvikur í hreyfingum, hár, grannur og
sterklegur, hann var dökkur yfirlitum
en andlitið fullt af lífi, fasið fjörlegt,
vingjarnlegt og hlýtt, röddin fögur,
sterk og blæbrigðamikil. Hann var
gæddur þeim fágæta hæfileika að geta
sagt sjálfsagða hluti á þann hátt að þeir
sem til heyrðu veltust um af hlátri. A
sama hátt gat hann tjáð sig á íslensku
við fólk af öllu þjóðerni þannig að vel
skildist, - og það getur enginn nema
hinn einlægi og hlýi. Kannski var það
þetta græskulausa, góðlega, glaðlega
andlit sem réð þessum tæru tjáningar-
hæfileikum. Raunar sagði einn landsins
besti leikari, kunningi Karls, einhverju
sinni eitthvað á þá leið er hann leit
andlit hans: „Guð minn góður, kannski
hefði ég getað orðið frægur leikari
hefði ég haft þetta andlit.“
Karl var einstaklega vel liðinn af
öllum, gefandi, jákvæður og gleðigjafi
hvar sem hann kom. Hann var sérlega
laginn við að byggja upp sjálfstraust
annarra, efla ábyrgðartilfinningu og
sjálfsöryggi samferðarfólks, ekki síst
barna
Karl var ekki einasta mannvinur,
hann var dýravinur og umgekkst þau af
ekki minni nærgætni en menn. Hestar
voru órofa hluti af tilveru hans enda
var hann næmur hestamaður og átti um
daga sína marga úrtökugóða hesta og
frá honum eru margir kunnir hestar
komnir. A gæðingum sínum vann hann
til margs konar viðurkenninga og
verðlauna, en á slíkum mótum naut
hann sín til fullnustu. Hann fékkst
nokkuð við ræktun hrossa sem er farin
að skila sér hin síðari ár. Hann var einn
af stofnendum Hestam.fél. Geysis.
-354-