Goðasteinn - 01.09.2001, Page 49
Goðasteinn 2001
og miltajárn og skarleppar sem á við
tjöruborna leppa er lagðir voru niður
við skörun á borðum í skarsúð. Kopar-
húnar á kirkjuskrá eru í reikningi, einn-
ig látúnslamir á hurðir prédikunarstóls.
Arið 1851, þann 20. október, kemur
prófasturinn séra Jón Halldórsson á
Breiðabólstað, niður að Krossi til að
visitera og gerir þá úttekt á kirkjunni.
Uttektin er svo nákvæm að við liggur
að smíða mætti kirkju aðeins eftir
henni. I byrjun getur um nýjan kirkju-
grip, „bakstursdósir af silfri með upp-
hleyptu verki, prýðilega fallegar og
með þessum bókstöfum á miðju lok-
inu;Þ:E:S:I:K:L:, en utanmeð á þeim
standa þessi orð: „Gjöf sóknarmanna til
K:K: Anno 1851.“ Dósirnar vega 12
lóð enn kosta 24 rbd. Og bera sjálfar
með sér að þær eru gefnar kirkjunni af
sóknarmönnum fyrir hverja gjöf pró-
fasturinn vottar þeim sitt innilegt
þakklæti.“ Hefst svo úttektin:
„Síðan kirkjan var seinast
skoðuð 1848 hefur hún verið rifin
niður í grunn og aftur endurbyg-
gð, að stofni alveg af timbri og
ber þess fyrst að geta að grjót-
stöpull er lagður undir hana alla
umhverfis allt að 2 1/2 alin að
hœð og er ei annað sjánalegt enn
vel sé frá honum gengið. Hún er j
að þeirri stærð og lögun og í því
ásigkomulagi sem eftir fylgir: Að
innanverðu milli þilja er hún að
lengd 19 og 1/2 álnir enn að vídd j
9 álnir, í 10 stafgólfum, með tilh-
lýðilegum stöfum, sperrum og 6
bitum, eru 5 þeirra í framkirkju
og 1 er í gafli kórsins. I allri
kirkjunni eru jafnmargir skamm-
bitar sem sperrumar. Úr skamm-
bitunum yfir kórnum ganga
skakkstífur niður undir sper-
rutærnar sem festar eru á báðum
endum með skrúfuðum járnbol-
tum til þess að húsið næði þess
síður að gliðna í sunclur.
Fjalagólf er í allri kirkjunni,
litlum mun hærra í kórnum enn
framkirkjunni, með nauðsyn-
legum undirstokkum og fót-
stykkjum umhverfis með endi-
laungum veggjapöllum. Ofan á
stöfunum eru brúnásar, hœfilega
sterkir, eru plægðar skástífur
millum stafa. Skakkstífur millum
stafa eru allt um kring. A allri
kirkjunni er langsúð að innan og
þversúð utan yfir. Bœði til hliða
og stafna er kirkjan öll þiljuð
umhverfis að innan með plœgðu
speglaþili. Yfir öllum kórnum er
plægð hvelfing með speglum og
yfir tveimur innstu stafgólfum
framkirkjunnar er nokkrum mun
hærri hvelfing með langsettum,
plægðum borðum. Enn yfir fjór-
um fremstu stafgólfum er plœgt
loft með fóðruðum stiga til upp-
göngu og tréstöpli undir, sunnan-
megin dyra. Tréstöpull er undir
altari og grátum sem eru nýjar,
með rauðum pílárum og hurð á
járnum með klinku og knéfall
umhverfis með grœnleitu klæði
yfir. Altari og altaristafla eru þau
-47