Goðasteinn - 01.09.2001, Page 135
Goðasteinn 2001
um frest til næsta dags að íhuga málið.
Eg sá að tekjur mínar mundu hverfa
vegna atvinnu minnar í Vestmanna-
eyjum. Myndi ég nokkurn tíma verða
fær um að kenna íþróttir? Við hug-
leiðingar mínar og heilabrot um hvaða
ákvörðun ég skyldi taka sá ég einn
Ijósan blett. Var ekki þarna að skapast
möguleiki á að innleiða íþróttalíf í
sveitinni og að afmá alla minnimáttar-
kennd? Það varð úr að ég sagði já
þegar Hjörleifur svo símaði og lét,
þegar þar að kom, innrita mig á þetta
námskeið sem hófst 6. júní og lauk 12.
júlí.
Nemendur voru 32. Aðalkennari var
norskur og var leikfimi hans aðalfag.
Kennd var leikfimi og allskonar hlaup,
100, 200, 400, og 1500 m, hástökk,
langstökk, kúluvarp, knattspyrna og
sund. Allur dagurinn fór í íþróttaæfing-
ar, aðeins 2ja tíma hvíld um hádegið og
líka varð stundum hlé vegna fyrirlestra
um íþróttir.
Hugað að bráðabirgðasundlaug
Eftir þann áhuga sem ég fékk þarna
fór það sem leiftur um huga minn að
nú skyldi ég snúa mér til æsku- og
unglingsmanna með það að gjöra
bráðabirgðasundlaug, hlaðna innan
með grassniddum hjá heitu uppsprett-
unum, kenna þeim þar síðan sund þan-
nig að þeir kæmust á flot. Ég vissi af
eigin reynslu að á því stigi sundnáms er
áhugi á því óstöðvandi. Ég fór á
vettvang í Laugargilið og athugaði alla
staðhætti og möguleika. Ég fór aðra
ferð og fékk þá með mér jafnaldra
minn og vin, Björn Guðmundsson frá
Gíslakoti. Hann hafði ekki minni áhuga
fyrir sundi en ég og höfðum við búið
saman og æft sund veturinn áður sem
fyrr er getið. Hann hvatti mig vel að
hefjast handa og nú varð ég ákveðinn.
Ég óttaðist að ekki yrði tekið mark á
því sem segði um slíkar framkvæmdir
og hélt ég því næsta dag á yfirreið um
héraðið og réðst ekki fyrst á garðinn
þar sem hann var lægstur, heldur hélt
beint til stórbóndans Olafs á Þorvalds-
eyri og sagði honum málavexti og bað
hann koma með mér og líta á aðstæður.
Það var ekki að fara í geitarhús að leita
ullar að koma til hans.
Hann lagði frá sér verkfæri í hasti
og fylgdi mér á vettvang. Af meðfæddu
verkfræðieðli sínu sá hann fljótt að
hugmynd mín gat staðist: „Þið ljúkið
þessu verki á einum degi ef þú færð
nógu marga menn.“
Nú var ég ekki lengur hikandi við
að hefja þetta starf. Ég ákvað að halda
yfirreið minni um sveitina áfram. Svo
mikinn áhuga hafði Ólafur á Eyri á
þessu að hann fylgdi mér á þrjá bæi til
að heyra undirtektir og skildum við á
Rauðafelli.
Ég hélt áfram allt til Skóga og yfir
syðri bæina á heimleið. Ég kom heim á
öll heimili sem að leið minni lágu og
hafði tal af öllum æsku- og unglings-
mönnum. Ég flutti mál mitt í fáum
orðum og sagði: „Viltu koina í fyrra-
málið og útbúa sundlaug fyrir innan
Seljavelli? Ég skal kenna þér sund í
henni á eftir endurgjaldslaust. Ólafur á
-133-