Goðasteinn - 01.09.2001, Side 358
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
á hóteli en síðan lá leið hennar til Sví-
þjóðar og stundaði hún þar nám í
lýðháskóta einn vetur.
Eftir að heim kom urðu þáttaskil í
lífi hennar er hún kynntist eiginmanni
sínum Einari Eiðssyni, skipasmið frá
Svalbarðseyri en foreldrar hans voru
hjónin Eiður Arnason og Birna Guðna-
dóttir. Þau gengu í hjónaband 22. sept-
ember 1956. Varð þeim þriggja dætra
auðið, en þær eru; Sigríður f. 27. jan.
1957, bankastarfsmaður í Reykjavík,
Birna f. 13. júlí 1961 viðskiptafræð-
ingur og býr í Edinborg. Yngst er Ellen
María f. 16. maí 1966 bankastarfs-
maður í Reykjavík.
Samband þeirra hjóna var mikið og
náið alla tíð og duldist engum sem til
þekktu að þar fóru samhent hjón. Öll
sín hjúskaparár bjuggu þau í Reykjavík
lengst af á Seljabraut 46. Einar and-
aðist þann 14. nóvember 1986, og eftir
að Laufey varð ekkja, festi hún kaup á
hlýlegri íbúð í Alfheimum 44, og síð-
ustu 10 árin bjuggu þær saman mæðg-
urnar hún og Sigríður.
Laufey var mikil húsmóðir og lagði
sig fram um að hlúa að heimilinu með
smekkvísi og lagvirkni. Heimili þeirra
hjóna stóð ætíð opið öllum þeim sem
þess þurftu með. Ætíð voru þau boðin
og búin að rétta fram hjálparhönd og
miðla af gestrisni sinni. A heimilinu
gegndi hún húsmóðurhlutverkinu með
reisn og það var eins og Laufey hefði
ekkert fyrir því að taka höfðinglega á
móti gestum sínum og var auðfundið
hve móttökurnar voru sannar.
Eftir að dæturnar uxu úr grasi og
flugu úr hreiðrinu fór Laufey að vinna
úti við ýmis verslunarstörf, eftirsóttur
starfskraftur, samviskusöm og dugandi.
Laufey var lífsins kona, félagslynd og
lífsglöð. Hún var í senn kona höfuð-
borgarinnar sem naut þess að vera í
góðra vina hópi og fara í leikhús og út
að borða, - alltaf vel til höfð og glæsi-
leg, hvert sem hún kom og hvert sem
hún fór. En rætur hennar voru utan af
landi og hún var einnig í hjarta sínu
barn náttúrunnar og hafði yndi af
ferðalögum. Þau hjónin ferðuðust
mikið innanlands meðan Einar lifði og
Laufey eftir hans dag bæði hér heima
og erlendis. Hún hafði lifandi áhuga á
mannlífinu öllu, mönnum og málefnum
og fylgdist með í hringiðu lífsins. Hún
var og verður ætíð þeim sem hana
þekktu minnisstæð. Hún var kona, sem
hvarvetna skipaði sitt sæti með sæmd.
Hún var félagslynd og fjölhæf, frænd-
rækin, vinamörg og vinaföst.
Samhugur Laufeyjar með sínum
nánustu og vinum sínum og styrkurinn
sem hún veitti þeim, setti mikinn svip á
hennar sterku persónu. Hún gafst aldrei
upp og reis ávallt upp úr erfiðum raun-
um sem lífið bauð henni að takast á
við; - langvinn veikindi og fráfall eig-
inmanns hennar og sinn eigin heilsu-
brest, þvf sannarlega gekk hún ekki
heil til skógar, eftir að hún gekkst undir
mikla hjartaaðgerð fyrir um áratug og
þurfti að taka mið af heilsu sinni eftir
það. En hugurinn bar hana áfram og
bjartsýn og jákvæð horfði hún jafnan
fram á veginn og það hugarfar létti
henni glímuna við sjúkdóminn
Laufey andaðist þann 25. júlí sl. og
fór útför hennar fram frá Langholts-
-356-