Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 283
Oddastefna 2000
Goðasteinn 2001
það er hægt að yrkja Guði lof með
fleiru en orðum einum. I trúmennsku
og alúð í störfum, á hvaða sviði sem er.
Með heiðarleika, hjálpsemi og skiln-
ingi á annarra kjörum og líðan. Allt ber
þetta vitni kristinni mótun og menn-
ingu.
Sama vitni bera litlu, velhirtu kirkj-
urnar okkar, nú 18 talsins, sem standa
dreift um byggðir, héraði okkar til
gagns og prýði. Og hver sóknarkirkja á
sér traustan kjarna virkra sóknarbarna
og velunnara, - og almenn ítök og
stuðning þegar á reynir. „Ef þú leitar
Drottins, mun hann gefa þér kost á að
finna sig“, er fyrirheit sem enn er í
fullu gildi. Þó fólki hafi fækkað í hér-
aði og búseta breyst, og prestum hafi
einnig fækkað með sameiningu
prestakalla, þá hefur kirkjustarfið í
Rangárþingi að sumu leyti eflst að fjöl-
breytni og auknu starfi leikmanna um
undanfarna áratugi. Þar vegur þyngst
aukning í æskulýðsstarfi og öflugt
sönglíf í kirkjunum ásamt fleiru sem
þakka ber, en ekki gefst tími til að
rekja hér. Þó ýmsa skugga beri yfir á
þeim tímamótum sem við nú lifum, í
meira en einum skilningi, þá eru líka
sem betur fer margir birtuboðar á lofti
við upphaf nýrrar aldar. Trú mín á nýja
aldamótakynslóð undir merkjum
kristinnar trúar og lífsviðhorfa, styrktist
enn er ég las ritgerð 7 ára gamals ná-
granna míns í skólablaði Hvolsskóla.
Efnið sem um skyldi skrifa var:
„Hátíð“ og hljóðaði ritsmíðin svo:
„Einu sinni var kóngur og drottning.
Þau áttu sér eina ósk sem var að halda
hátíð fyrir allt fátæka fólkið.“ Svo
mörg eru þau orð og mættu víst aðrir
hátíðarræðumenn leitast við að vera
jafn gagnorðir og beinskeyttir á þúsund
ára afmæli kristni í landinu.
Ég hef farið allvítt og handahófs-
kennt yfir sviðið í þessum orðum
mínum. En að lokum vil ég minna á
orð postulans, sem eiga við um stöðu
kirkjunnar á öllum tímum og eru sá
grundvöllur raunhæfrar bjartsýni sem
ber uppi líf og starf hinnar kristnu
kirkju, þau orð hans er hann minnir
okkur á „að hvorki er sá neitt er
gróðursetur, né sá er vökvar, -heldur
Guð, sem vöxtinn gefur“. Og eins og
ég hef reynt að draga fram hér á undan,
þá getum við ekki kynnst til hlítar sögu
kristni í héraði okkar eða landi, eða
metið stöðu hennar í dag af skýrslum
eða skrám eða jafnvel vönduðum
fræðiritum einum saman, - af því að
hina sönnu og heilu sögu lifandi krist-
indóms var og er og verður aðeins að
finna hjá góðu fólki með Guð í hjarta.
Ég óska Rangæingum og landsmönn-
um öllum til hamingju með 1000 ára
afmæli kirkju og kristni á íslandi og
bið þess að komandi kynslóðum,
afkomendum okkar, megi veitast fleiri
þúsund ár, enn nær Kristi, í friði hans,
kærleikskrafti og eilífðarvon.
(Flutt á Oddcistefnu 28. maí 2000)
-281-