Goðasteinn - 01.09.2001, Page 282
Goðasteinn 2001
Oddastefna 2000
öllu.
Svo áfram sé haldið að telja, þá hafa
sex Oddaprestar orðið biskupar. Frá
Breiðabólsstað hafa komið tveir bisk-
upar og loks varð einn af Holtsprestum
biskup. Aréttar þetta enn það sem segir
í Þorlákssögu helga um „hinn æðsta
höfuðstað í Odda“ og stöðu hans í allri
kirkjusögu Rangárþings.
Samkvæmt manntalinu frá 1816 var
fjölmennasta sóknin í prófastsdæminu
Breiðabólsstaðarsókn með 340 manns,
einum fleiri en í Oddasókn, sem hafði
þá 339 sóknarbörn. Þar næst kom
Holtssókn með 336 manns og
Krosssókn með 332. Fámennastar eru
þá Gunnarsholtssókn með 46 og
Klofasókn með 73. I Vestmanna-
eyjasóknum báðum eða samtals í Vest-
mannaeyjum voru þá 212 á manntali
og að þeim meðtöldum í prófasts-
dæminu öllu 4305 manns. Lengst af
voru prestaköllin í prófastsdæminu 14
talsins að meðtöldum Vestmannaeyja-
brauðunum tveimur. Arið 1816 voru
kirkjusóknirnar í prófastsdæminu 25,
þar af tvær í Vestmannaeyjum. Eru þó
Stórólfshvols- og Sigluvíkursóknir
taldar sem ein í því manntali. Breyt-
ingar hafa því orðið miklar á sóknar-
skipan og búsetu í prófastsdæminu frá
1816, - frá því að undir Eyjafjöllum
voru þrjú prestaköll með 1009 manns í
5 sóknum en í Vestmannaeyjum voru
aðeins 212 manns og þó í tveimur
prestaköllum. Væntanlega hefur þó
verið mun fjölmennara þar meðan ver-
tíð stóð yfir. Þetta er þó aðeins tekið til
dæmis. A fyrstu áratugum þeirra aldar
sem nú er að kveðja voru prestaköllin
komin niður í 7 og síðan 6 er Vest-
mannaeyjar voru færðar til Kjalarness-
prófastsdæmis. Og sóknirnar haldast
enn 16 að tölu þó nú undir aldarlokin
hafi prestaköllum enn verið fækkað um
tvö. Ef Vestmannaeyjum er haldið utan
við dæmið hefur fólki í prófastsdæm-
inu fækkað um fjórðung, eða um
þúsund manns á þessum tíma. Þó að
tölur sem þessar geti talað á sinn hátt,
þá geta þær aldrei lýst nema ytra borð-
inu. Þær ná aldrei til þess sem er inni-
hald, kjarni og líf hinnar liðnu, raun-
verulegu sögu sem við vildum svo
gjarnan geta þekkt og lært af. Kannski
getum við komist næst því sem lifað
var og reynt á liðnum tíma með því að
kynnast sem best við þjóðsögur og
sagnir og skáldskap kynslóðanna sem
áður lifðu.
Þar er helst að finna brot af innra lífi
og tilfinningum forfeðra og formæðra,
lífssýn þeirra gildismati og trú. Eða
líka með því að tala við aldrað lífsreynt
og þroskað fólk, sem býr að arftekinni,
kristinni mótun og menningu. Og
síðast en ekki síst með því að taka þátt
í helgihaldi kirkjunnar okkar, þar sem
tilbeiðsla og trúariðkun er sömu ættar
og sama anda og með fyrri kynslóðum.
Enn búum við að þeim helgu upp-
sprettum orðs og anda sem aldrei þrjó-
ta, enn sem áður boðar kirkjan þá trú
sem „blessar og reisir þjóðir". Þann
kristindóm sem leggur okkar fremstu
andans mönnum orð og ljóð á tungu og
eflir og uppbyggir guðstraust og sann-
leiksþrá í mannlegum brjóstum. Og
-280-