Goðasteinn - 01.09.2001, Page 178
Goðasteinn 2001
araleg á ytra borði, en þegar líður á
söguna dýpkar hún og vex, þartil einn-
ig hann verður lesandanum ógleyman-
legur. Hann elskar Hrafnhettu, en hann
er karlmenni og Fuhrmann er vinur
hans. Hann stelur að lokum bréfi
Hrafnhettu til kóngsins í þeirri von að
hún komi til sín þegar Fuhrmann hefur
rekið hana á gaddinn. Baráttunni milli
andstæðra afla innra með honum er lýst
af mikilli nærfærni. Þegar allt kemur til
alls er Þorleifur Arason síst lakari per-
sónusköpun en Niels Fuhrmann.
Málfar Guðmundar í þessari skáld-
sögu er glæsilegt á marga lund, stíll
hans persónulegri en í mörgum fyrri
bókum. Margar lýsingar hans handan-
við atburði, samræður og sálarkrufn-
ingu eru sætlega ilmandi skáldskapur.
Hann sáir gullkornum af örlæti um síð-
ur sögunnar, enda skáldæð hans rík,
hvað sem honum kann að mistakast.
Augljóslega var honum vandi á hönd-
um þegar hann lagði niður fyrir sér
stílsmáta sögunnar. Greinilega tók hann
þá ákvörðun að nota allt sem hann
kunni úr málfari Islendinga á 18du öld,
en þegar þá kunnáttu þraut notaði hann
tungutak 20stu aldar. Af þessu verða
iðulega óþægileg stílrof sem trufla
vandfýsinn lesanda. Þrátt fyrir þessar
aðfinnslur tel ég Hrafnhettu merkilega
skáldsögu. Hún er með köflum mikill
skáldskapur og hátt hafin yfir skáld-
sögur sem út komu á árunum eftir
Brekkukotsannál, frásögnin litrík og
lífi þrungin, persónulýsingar gæddar
sálfræðilegri skarpskyggni og atburða-
lýsingar ljósar og blæbrigðaríkar.
Eftir þiggja ára hlé birti Guðmundur
haustið 1961 seinni sögulega skáldsögu
sína og nefndi hana Sonur minn Sin-
fjötli. Hún er í mörgu tilliti stórbrotið
verk um merkilegt efni. Höfundur tók
til handargagns meira og minna sund-
urlaus brot Eddukvæða og Völsunga-
sögu um örlög Sigmundar Völsungs og
Sinfjötla sonar hans, og vann úr þeim
heilsteypt listaverk, sem víða rís hátt í
lýsingum á ofurvaldi myrkra forlaga,
mannlegri staðfestu og breyskleik, trú-
naði og sviksemi. Hann vakti til nýs og
máttugs lífs tímabil í sögu Norðurlanda
sem lítt eða ekki hefur verið fjallað um
í skáldskap síðustu alda, þegar frá eru
talin verk þeirra Williams Morris í
Englandi og Richards Wagners í
Þýskalandi.
Guðmundur færist hér mikið í fang,
því bæði er efnið viðamikið og kröfu-
hart og eins hitt, að vandamál stílsins
hlaut að verða íslenskum höfundi þungt
í skauti. Hann gat ekki hermt stíl tíma-
bilsins, því hann er okkur ókunnur, og
yrði enda óskiljanlegur, þó kunnur
væri. Hinsvegar hefði hann getað stælt
málfar Eddu og Völsungasögu, en þá er
hætt við að sagan hefði orðið harla fjar-
Iæg nútímanum, alltof fornfáleg, þó
aldrei nema honum hefði tekist stæl-
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-176-