Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 341
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
/
Guðrún María Olafsdóttir frá Leirum
/
A-Eyjafjöllum, Oðinsgötu 19,
Reykjavík
Guðrún fæddist 8. júní 1908 að
Leirum foreldrum sínum, hjónunum
Olafi Jónssyni frá Leirum og Margréti
Þórðardóttur frá Rauðafelli. Hún ólst
upp í hópi 5 systkina og einnar uppeld-
issystur, en eftirlifandi eru Jón og upp-
eldissystir hennar, Júlía.
Heimilið var eins og svo mörg önn-
ur sveitaheimili þessa tímabils, sem
urðu að takast á við harða lífsbaráttu
með útsjónarsemi og nægjusemi. Hver
dagur var helgaður í trú með signingu
og bæn að morgni og kveldi og allt lagt
í hans hendur. Og börnin lærðu störfin
af foreldrum sínum svo snemma sem
hugur nam og höndin bar. Þetta var
skólinn hennar Guðrúnar, sem mörgum
væri í dag sem háskóli. Og að þessuin
skóla bjó hún alla ævi. Hún lagði sig
alla fram við störfin heima og fór
aðeins á eina vertíð til Vestmannaeyja.
Upp úr 1930 kynntist hún Sigurði
Jónssyni frá Asólfsskála og hófu þau
búskap upp úr því með foreldrum
hennar að Leirum, en þar fæddist þeim
elsta barnið Jón, 1933. 1938 fluttu þau
að næsta bæ, Nýlendu, sem þá losnaði
úr ábúð og bjuggu þar til 1957, þegar
þau fluttu aftur að Leirum. Á Nýlendu
fæddust þeim dæturnar, Málfríður Erna
1941, Margrét Sesselja 1945 og Þor-
björg Fjóla 1949.
Saman tókust þau á við búskapinn
Guðrún og Sigurður, alltaf sainhent og
samhuga. Hann fór á vertíðar til Vest-
mannaeyja til að afla heimilinu tekna
og þá stóð hún ein að búinu með börn-
um sínum. Hún kenndi þeim að um-
gangast lífið af virðingu og nærgætni.
Allt lyti lögmáli Guðs sköpunar og það
væri okkar mannanna að vera þátttak-
endur í þeirri sköpun með því að hlúa
að öllu lifandi, húsdýrunum og öllum
skepnum og gróðri. Taka á móti hverj-
um degi, sem tækifæri til að láta gott af
sér leiða, fagna vori og gróðri, lifa með
sumri í heyönnum, sjá fegurð haustsins
og sætta sig við veturinn. Þannig var
gleði hennar mest í því að eiga fjöl-
skyldu sína, ættingja og vini í kring um
sig. Henni fannst hvergi fegurra en á
heitnili hennar, þar sem fjöllin voru svo
sterk og nálæg, með sínum litbrigðum
eftir árstíðum, ásamt sjávarniðnum og
Vestmannaeyjum út við sjóndeild-
arhringinn í suðvestri. Hún lagði áher-
slu á að virða hinar gömlu hefðir bæn-
damenningarinnar, taka fagnandi á
móti gestum, stunda heimanám með
lestri góðra bóka, læra ljóð okkar bestu
skálda og geta flutt heimilisfólki eða
vinum í baðstofunni heima. Og sann-
arlega kunni hún öll húsmóðurstörfin,
að vinna mat úr öllu sem til féll og
-339-