Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 110
Goðasteinn 2001
mikið koma til lýsingarinnar á persónu
Hallgerðar í bók þess mikla Njálufræð-
ings Einars Ólafs Sveinssonar A
NJÁLSBÚÐ. Þar lyftir fræðimaðurinn
sér til flugs í lýsingu sinni á sálarlífi
konu Gunnars Hámundarsonar:
Sandur, Gréir, blár, svartur - en
einkum grár, óskilgreinilegur,
litverpur, breytilegur, ekki stund-
inni lengur eins. Hann er af œtt
grjótsins, hins trausta, fasta, en
sjálfur er hann upplausn alls sem
erfast. I tíbrá sumarsólar afmáir
hann, leysir hann upp skil himins
og jarðar; það ruglast allt sam-
an, hóla og fjöll hillir uppi,
veröldin verður að einum sjón-
hverfingarleik. Ofrjór, og þó
ekkert óbyrjuskaut; þar mundi
gróa gras, efhann vœri ekki vind-
heimur, þar sem stormurinn œðir
og þyrlar öllu, lífs og liðnu, á
undan sér. Sandur og aurar blasa
við, þegar húsfreyjan á Hlíðar-
enda, kona Gunnars Hámundar-
sonar, horfir niður yfir landið.
Með nokkru af sandsins eðli er
sál hennar, hún hefur glœsileik og
ótrúleik tíbrárinnar, hún er tor-
veld að festa hendur á, svipul,
breytileg, og þó alltaf sjálfri sér
samkvæm, ófrjó, og mest af því
að stormar gefa svo sjaldan frœi
tóm til að festa rætur. Hér ríkir
aldrei kyrrð, í logni titrar tíbráin,
í roki dansa reykjarmekkirnir
sinn tryllta dans.
Þetta ber skáldlegu hugarflugi Ein-
ars Óiafs fagurt vitni. Og hann er líka
býsna næmur, þegar hann dregur saman
helstu þættina í skapgerð Hallgerðar:
Lífsatvikin í œvi Hallgerðar birta
skapshöfn, sem œvinlega er í
sama stíl, en er breytileg. Við sjá-
um vöxt og mótun í frásögninni af
henni áður en þau Gunnar hitt-
ast. Ef til vill er auðveldast að
skilja hana, ef tekin er líking úr
hljómlistinni til samanburðar.
Ævi hennar er ein heild, eitt lag;
í upphafi er það breytilegt að
eðli, frjálst - en þrungið baráttu
giftusamlegra og ógœfusamlegra
afla; í síðari helmingnum er allt
hið breytilega aðeins á yfirborð-
inu, undir niðri virðist drottna
nauðung. Hvert lífsatvik boðar
annað fyrir eða endurómar; les-
andinn finnur œvinlega til fjar-
lœgra sambanda. Ekkert atvik er
sjálfstœtt, ekkert er með öllu
áhrifalaust. Aftur og aftur má
greina sömu stefin, í ýmsum gerð-
um og samböndum.
Og það eru fleiri persónur úr Njálu
en Hallgerður sem hafa kveikt hjá
skáldum og hugsuðum margvíslegar
hugrenningar. Skarphéðinn, Lyga-
Mörður, Hildigunnur, Brennu-Flosi, að
ógleymdum Njáli Þorgeirssyni, allar
hafa þessar persónur orðið tilefni
langra og mikilla vangaveltna, bæði í
bundnu og óbundnu máli. Og þar með
er ég kominn að því sem ég tel vera