Goðasteinn - 01.09.2001, Page 362
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
heim. Lífsgæðakapphlaup og lífs-
græðgi nútímans var Guðríði afskap-
lega fjarri. Það sem hún sóttist eftir í
lífinu, var alúð, - alúð við það sem
tekið var sér fyrir hendur og hún kunni
á sinn hátt að greina kjarnann frá hism-
inu. Því Guðríður var næm á mannleg-
ar tilfinningar og börn hændust að
henni. Þolinmæði hennar virtist engin
takmörk sett, hún gekk til verka úti og
inni með barnahóp hvers tíma í kring-
um sig, kenndi þeim að spila á spil,
bakandi ógleymanlegar Guddupönnu-
kökur í tugatali í gegnum áratugina,
sagnabrunnur um þjóðlegan fróðleik,
íslensk ævintýri og sagnir um menn og
atburði vestur á Mýrunum, sem lítil
andlit drukku í sig um leið og pönnu-
kökubitanum var rennt niður. Sam-
skiptin við þessa hjartahlýju konu hafa
verið dýrmæt reynsla fyrir allan þann
stóra barnahóp sem í gegnum tíðina
aldist upp á Læk. Börnum tveggja kyn-
slóða, - börnum Margrétar og Sigfúsar,
og síðar þeirra börnum var hún hin
hlýja fóstra og fræðari og hjá henni áttu
allir vísa von um alla þá hjálp sem hún
gat veitt þegar í móti blés. Ávallt var
hægt að reiða sig á trygglyndi hennar
og vinahug.
Eljusemi og iðni var Guðríði eðlis-
læg, alltaf sívinnandi fram á síðasta
dag, með prjónana sína, sífellt að hugsa
um litlar hendur eða lítinn fót sem e.t.v.
gæti yljað sér í vettlingi eða hosu. Stál-
minnug var hún svo af bar, hún mundi
öll atvik, nánast upp á dag, og áður en
kúaskýrslur voru uppteknar á Læk, þá
gegndi Guðríður því hlutverki að muna
alla skapaða hluti þeim tengdum, og
aldrei skeikaði henni, - hún var upp-
flettirit heimilisins. Þann tíma sem þær
systur bjuggu á Selfossi, nutu þær þess
að ferðast með hópi eldri borgara, og
voru þau ferðalög Guðríði dýrmætar
minningar, ekki síst þegar eitt sinn var
haldið á fornar slóðir, til æskustöðv-
anna á Mýrunum, þá kom í ljós skýrt
minni Guðríðar, því hún þekkti aftur
hvern hól og hverja laut og kunni skil á
öllum örnefnum og var öllum staðhátt-
um kunnug.
Guðríður giftist aldrei né eignaðist
börn. En í þess ríkara mæli nutu börn
Margrétar og barnabörnin hennar ást-
ríkis og hlýju Guðríðar og fylgdust ætt-
ingar hennar vel með líðan hennar og
heimsóttu hana við öll tækifæri. Hún
andaðist 17. desember sl. eftir skamma
legu á sjúkrahúsinu á Selfossi. Utför
hennar fór fram frá Hagakirkju 22.
desember og jarðsett í Hagakirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
360-