Goðasteinn - 01.09.2001, Page 333
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Bergstöðum við Bergstaðastíg og naut
skólagöngu í Miðbæjarbarnaskólanum.
Þá þegar kom það í ljós, að hann var
mjög góðum gáfum gæddur. Skóla-
stjóri Miðbæjarskólans hvatti því mjög
til þess, að Björn settist í Menntaskól-
ann í Reykjavík, og lauk hann þaðan
stúdentsprófi vorið 1929. Síðan settist
Björn í Háskóla Islands og nam þar
lögfræði og lauk kandídatsprófi árið
1934.
Að afloknu prófi vann Björn ýmis
lögfræðistörf í Reykjavík og víðar, uns
hann var settur sýslumaður í Rangár-
vallasýslu 8. nóv. 1937 og skipaður
sýslumaður þar 8. apríl 1938 og gegndi
hann því embætti, uns hann lét af störf-
um 1. des. 1977.
Björn var þingmaður Framsóknar-
flokksins fyrir Rangárvallasýslu á sum-
arþingum 1942 og 1959 og var vara-
þingmaður á árunum 1953 til 1959.
Hann var síðan þingmaður Suðurlands-
kjördæmis frá 1959 til 1974.
Björn Fr. var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Margrét Þorsteinsdóttir
frá Hrafntóftum í Djúpárhreppi. Þau
eignuðust fjögur börn. Þau eru Birna
Ástríður, Grétar Helgi, Guðrún og
Gunnar. Margrét lést 28. mars 1961.
Önnur kona Björns var Gyða Árnadótt-
ir frá Stóra-Hrauni. Hún lést 19. okt.
1964. Eftirlifandi eiginkona Björns Fr.
er Ragnheiður Jónsdóttir frá Deildar-
tungu. Sonur þeirra er Björn Friðgeir.
Björn Fr. flutti sýslumannsembættið
frá Gunnarsholti til Hvolsvallar og
reisti hús yfir það, þar sem jafnframt
var heimili hans. Þangað áttu margir
erindi, og var þar öllum tekið af mikilli
gestrisni og höfðingslund. Björn Fr. var
afar traustur embættismaður og alltaf
stóð hann eins og kletturinn, enda var
honum gefinn mikill andlegur styrkur.
Það var farsæld yfir öllum hans störf-
um og hann varð brátt sannur héraðs-
höfðingi og vildi veg sveitanna sem
mestan og bestan. Hann var mikill
hugsjónamaður og lét öll framfaramál
til sín taka og vildi láta gott af sér
leiða.
Björn. Fr. var samvinnumaður og
var stjórnarformaður Kaupfélags Rang-
æinga 1955-78. Meðal þeirra fram-
faramála, sem Björn lét til sín taka var
að græða upp Skógasand. Hann var
forystumaður að því að Skógaskóla var
komið upp og var formaður skóla-
nefndar 1949 - 77. Einnig átti hann
stóran þátt í því að stofna Byggða-
safnið í Skógum.
Tónlistin var alla tíð ríkur þáttur í
lífi Björns og hún veitti honum mikla
gleði og auðgaði líf hans mjög. Þetta
varð til þess, að hann gerðist hvata-
maður að stofnun Tónlistarskóla Rang-
æinga. Hann var þar brautryðjandi og
rak skólann í upphafi í sínu nafni og
lyfti þar Grettistaki. Þannig gat einn
maður með mikla hæfileika og lífsorku
látið ótal margt gott af sér leiða og rutt
brautina til framfara og betra og feg-
urra lífs.
Björn var lífsglaður maður, kátur og
allra manna skemmtilegastur á mann-
fundum. Hann setti gríðarlega mikinn
svip á þær samkomur sem hann sótti og
hafði einstakt lag á því að flytja tæki-
færisræður og hrífa fólk með sér. Það
var honum mikil náðargáfa.
-331-