Goðasteinn - 01.09.2001, Page 172
Goðasteinn 2001
óðum að ryðja sér til rúms í íslensku
samfélagi þegar hún kom út í stríðs-
byrjun.
Viðamesta skáldverk Guðmundar
var þriggja binda verk sem bar heitin
Af jörðu ertu kominn - Eldur (1941),
Sandur (1942) og Landið handan
landins (1944). Þar var mikið færst í
fang, en árangur ekki fyllilega að sama
skapi. Verkið í heild er ákaflega sund-
urleitt og ber lítinn heildarsvip. Fyrsta
bindið er samfelldast þó þar séu tengd-
ar saman margar sögur. Aðalviðfangs-
efnið er að lýsa tvískiptu eðli manns-
ins, sem er annarsvegar jarðbundinn,
ofurseldur ástríðum og ósjálfráðum
hvötum, en ber hinsvegar í brjósti göf-
ugar þrár til sjálfráðra og fagurra at-
hafna. Höfuðpersónan, sem óljóst túlk-
ar þessa hugmynd, er Gísli Runólfsson
í Gröf (“gísl grafarinnar”?). Gísli er all-
skýr persóna í sögunni og saga hans
rakin til voveiflegra endaloka, þegar
hann stendur sem logandi eldsúla,
brennur upp einsog sýnileg mynd
ástríðna sinna. Önnur aðalpersónan í
Eldi er presturinn Gylfi Sigurðsson,
einskonar andhverfa Gísla, mildin færð
útí öfgar og sinnuleysi. Milli sögu
Gísla og Gylfa eru veik tengsl, en helst
þau að tvær stúlkur, sem Gísli festir ást
á og báðar laða fram það besta í fari
hans með fegurð sinni og blíðlyndi,
leita skjóls hjá séra Gylfa. Einu tengsl
milli Elds og næsta bindis er séra
Gylfi, en hann fylgist fremur með eins-
og vofa en persóna sem hafi áhrif á
gang mála. Með Sandi hefst raunveru-
lega ný saga, en milli seinni bindanna
er meira samhengi. Hér er eitt söguefn-
ið barátta manna í uppsveitum Suður-
lands við sand og uppblástur. Bóndi
verður fyrir því óláni að drepa mann
sem hann í hjátrú sinni telur vera úti-
legumann. Hann er dæmdur í fangelsi.
Tveir synir hans og fósturdóttir eru
hrakin burt af jörðinni og fara í tjar-
læga byggð. Annar sonurinn ferst á sjó,
en hinn, Búi Ulfsson, og uppeldissystir
hans, Gunnvör, heitstrengja að vinna
aftur jörðina sem þau voru flæmd af og
eru í 40 ár að safna fé til að geta keypt
hana. Þegar þau eru loks komin þangað
herjar sandurinn á efstu bæi og sækir
að bæ þeirra. Annar sonur þeiira, Reg-
invaldur, fæst ekki til að flytja með
þeim, en hinn, Ulfur, gefst upp og flyst
á nýbýli neðar í sveitinni. Gunnvör
deyr. Gyða ein, dóttirin, skilst ekki við
föður sinn, en hann þrjóskast við, þó
engin von sé til að verjast uppblæstr-
inum. Vatnsflóð grefur vegginn undan
bænum og Búi verður undir rústunum.
Margir kaflar í útlegðarsögu Búa og
Gunnvarar, um heimþrá þeirra og við-
nám við eyðingaröflum sands og vatns,
eru mjög góðir. Búi og Gunnvör eru
sterkar skapgerðir sem vel er lýst. En
áhrifum af sögu þeirra er spillt með
öðrum þáttum, henni óviðkomandi, til
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-170-