Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 175
Goðasteinn 2001
athyglisvert. Hver kafli er hnitmiðaður
og sviðsskiptingar minna á kvikmynda-
tækni eða leikhús. Sem drama er sagan
hyggð á andstæðum. Bræðurnir Goði
og Torfi eru augljósasta andstæðan:
annar sem á að deyja og fær allt, hinn
sem á að lifa og enginn gefur gaum. í
annan stað andstæða vinanna Torfa og
Theódórs. Torfi á að lifa og vaknar til
lífs þessa nótt. Theódór ætlar að stytta
sér leið til hamingjunnar og hrekst útí
dauðann. I verkinu er innra dramatískt
samræmi. Sagan gengur upp innan þess
þrönga ramma sem henni er settur. I
tímaritinu Andvara 1990 gerði Gunnar
Stefánsson fróðlega grein fyrir þessari
sérkennilegu skáldsögu, sem er sérá-
parti í höfundarverki Guðmundar.
Þremur árum eftir Blindingsleik
sendi Guðmundur frá sér þá fyrri af
tveimur sögulegum skáldsögum sínum,
Hrafnhettu, sem gerist á öndverðri
18du öld um svipað leyti og Islands-
klukka Halldórs Laxness. Á árunum
1722-24 átti sér stað á Bessastöðum
harmleikur sem varð samtíð og seinni
tímum dulræð og áleitin ráðgáta. Þá var
amtmaður á íslandi Niels Fuhrmann,
norskur maður og vinsæll af alþýðu.
Með honum voru á Bessastöðum
mæðgur tvær danskar, Katrín og Karen
Hol m, en vorið 1722 kom þangað
norsk stúlka, Appolonia Schwartzkopf,
heitkona amtmannsins. Hafði hann að
vísu brugðið heiti við hana, en hún
kært hann fyrir háskólaráði og hæsta-
rétti Dana og unnið mál sitt. Var Fuhr-
mann dæmdur skyldur til að eiga hana,
en sjá fyrir henni að öðrum kosti með-
an hjónabandið drægist undan. Elti
Appolonia amtmanninn til Islands og
hann tók við henni, þó honum muni
hafa verið það óljúft, og dvaldist hún
hjá honum þartil hún andaðist. En
banamein hennar var kynlegt talið, og
lagðist það orð á að henni hefði verið
byrlað eitur af Katrínu Holm, verðandi
tengdamóður Fuhrmanns.
Þetta efni tók Guðmundur til með-
ferðar í Hrafnhettu, og má nokkurri
furðu sæta hversu lengi það hafði legið
ónotað. I skáldsögunni fer hann á ýms-
an hátt mjög nærri sagnfræðilegum
staðreyndum, en vitaskuld hagræðir
hann þeirn eftir þörfum skáldverksins,
býr til persónur, breytir tímaröð, eykur
við atburðum, semur samtöl af eigin
efnum. Sagan hefst á því að Niels
Fuhrmann gengur framhjá glugga
Hrafnhettu og hrífst svo af töfrum
hinna dökku augna hennar, að hann
hefur engan frið í sínum beinum fyrren
hann hefur náð fundi hennar. Vinur
hans íslenskur, Þorleifur Arason, verð-
ur til að kynna þau, en hann er raunar
sjálfur illa haldinn af ást til stúlkunnar.
Nú hittist svo vel á, að Hrafnhetta elsk-
ar þegar Fuhrmann og hefur í langan
tíma staðið við glugga sinn í hvert sinn
sem hans er von framhjá og reynt að
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-173-