Goðasteinn - 01.09.2001, Side 83
Goðasteinn 2001
Nú er komið að aðalefni þessa pist-
ils: að lýsa því, er haldið var upp á
fimmtugsafmæli Ólafs læknis í Hellu-
bíói sunnudaginn 14. nóvember 1965.
Svo vel vill til að ég skrifaði nokkuð
um þetta hóf í dagbók mína sem ég
hafði þá haldið í næstum 27 ár. Byrjaði
á þessu sem fermingardrengur í afdal
norður í landi, þar sem ég ólst upp.
Þennan dag var heiðríkt og sólfar
nokkurt. Var á fundi sunnlenskra kenn-
ara á Hellu fyrr um daginn. En um
kvöldið komumst við hjón með ein-
hverjum góðum granna með bifreið að
Hellu. Þar var fullt hús gesta, til að
hylla hinn fimmtuga héraðslækni. Þar
fluttu margir ræður, eins og þessir, sem
ég hefi skrifað niður í dagbókina:
Þórður Bogason, oddviti Rangárvalla-
hrepps, Þórður Tómasson, safnvörður í
Skógum, Jónína Jónsdóttir, ljósmóðir á
Keldum, Sigurjón Sigurðsson, bóndi í
Raftholti, Sigurjón Guðmundsson frá
Hólakoti, sr. Sveinn Ögmundsson, pró-
fastur í Þykkvabæ, sr. Stefán Lárusson
í Odda, Jón Þorgilsson fulltrúi skatt-
stjóra, sem lét þess getið, að hann
mundi ekki ná háum aldri, Garðar
Björnsson, bakari á Hellu, Björn Fr.
Björnsson, sýslumaður, og Ingólfur
Jónsson landbúnaðarráðherra. Ég var
sá eini, sem flutti Ólafi lækni kvæði í
hófi þessu. Fer það hér á eftir.
Mig þó skorti málsins tækni,
má ég vona, það ei saki.
Nú skal hylla héraðslœkni
með hálfa öld á sínu baki.
Lítt égfer að lofa og skjalla,
lœkninum er það í muna.
En þó að látifá orðfalla,
friða ég mig og samviskuna.
Sterkan gæfustreng fékk spunnið;
stendur enn í lífsins blóma.
Héraðinu hefur unnið
hartnœr áratug - með sóma.
Kynntist bœði koti og höllum;
kunni enga mannagreining,
en þó staðið sé í stykki öllu,
stundum verður skipt um meining.
Fleira margt en lœknislistir
leggur stund á, þess má geta.
A sér nœgar andans vistir;
allvel kann hann þœr að meta.
Heima, þegar höndlast næði,
hann er enginn truflar gestur,
unir sér við ótalfrœði,
ættvísi og sagnalestur.
Tóninn skal ei teygja núna;
tœpast vil ég hrella mengi.
Lýðir hylla lœkni ogfrúna;
lifi þau í hœsta gengi.
Fram á nótt munfjörið duna;
finnst ei neitt, sem geðið þvingar.
Læknishófið lengi muna
lyndisglaðir Rangceingar.
-81-