Goðasteinn - 01.09.2001, Side 336
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
einnig sat hann um árabil á bíinaðar-
þingi og er þá fátt eitt tínt til. Þessum
umsvifum fylgdi því mikill gestagang-
ur og alla jafna var Bryndís reiðubúin
með veisluborð. Samheldni þeirra
hjóna var einstök. Þau virtust megna
allt sem þau tóku sér fyrir hendur,
saman og sitt í hvoru lagi.
Arið 1970 brugðu þau búi og við
tóku Ragnhildur dóttir þeirra og Bragi
maður hennar. Sjálf fluttu þau til
Reykjavíkur og bjuggu hjá dóttur sinni
Huldu. Lárus starfaði hjá Landnámi
ríkisins en Bryndís aðstoðaði Huldu
við barn og bú. Arið 1980 gekkst Bryn-
dís undir mikla bakaðgerð sem .hafði
þær afleiðingar að hún lamaðist og var
upp frá því bundin hjólastól.
Árið 1981 fluttu þau heim að Mið-
húsum á ný og voru þar í skjóli Ragn-
hildar dóttur sinnar og Braga, allt til
þess dags er Lárus varð bráðkvaddur
við verk sín á hlaðinu heima. Honum
féll helst aldrei verk úr hendi fremur en
Bryndísi. Það hlýtur að hafa verið
henni þungbær raun að missa bónda
sinn og tveimur árum síðar Huldu dótt-
ur sína.
Eftir fráfall Lárusar flutti Bryndís á
Kirkjuhvol, dvalarheimili aldraðra, þar
sem hún átti góðan tíma með góðu
fólki.
Sr. Onundur S. Björnsson,
Breiðabólstað
Guðbjörg Gísladóttir frá Árbæjarhelli
Guðbjörg Gísladóttir var fædd í Ár-
bæjarhelli 9. okt. 1912, faðir hennar
var Gísli Gíslason, ættaður úr Vetleifs-
holtshverfi og Þykkvabæ, rnóðir hennar
Eyrún Valtýsdóttir frá Steinkrossi á
Rangárvöllum, en þau hjón bjuggu
ásamt foreldrum Eyrúnar, Valtý Sig-
urðssyni og Guðrúnu Eiríksdóttur, í
Árbæjarhelli. Þau eignuðust sex börn;
elst var Guðrún f. 1889 - d. 1935, gift
Guðmundi Olafssyni og bjuggu þau í
Króki í Ásahreppi, eignuðust þau
fjórtán börn, þá fæddist lítil stúlka
Dagbjört Rósa er andaðist á fyrsta ári,
Valdís f.1896 - d.1979, Gísli f. 1899 -
d. 1974, Guðmundur f. 1903 -d. 1987,
og yngst var Guðbjörg.
Guðbjörg ólst upp í foreldrahúsum
og hlaut þá menntun sem gafst á þess-
um árum. Þó fór svo að ekki fór hún
varhluta af sorginni. Faðir hennar and-
aðist árið 1918, þegar hún var á sjötta
ári, en móðir þeirra hélt áfram búskap
með foreldrum sínum og börnum sem
þá voru ekki Iengur á barnsaldri, - elsta
dóttirin Guðrún þá farin að heiman, en
þau Valdís, Gísli og Guðmundur að-
-334-