Goðasteinn - 01.09.2001, Page 205
Goðasteinn 2001
S uðurlandsskj álftar árið 2000
stig. Hann átti að líkindum upptök í
Holtum.Þar mynduðust sprungur sem
voru 5 faðma djúpar. Ekki er alveg víst
hvar þetta var en leiddar hafa verið
líkur að því að hér sé rætt um sprungur
í Sandskarðaheiði, vestan Skamm-
beinsstaða (9). Samkvæmt því liggur
upptakamisgengið um Marteinstungu,
Þverlæk og Stúfholt. Mikið tjón varð í
Rangárvalla- og Arnessýslum og þrír
menn fórust. Fyrsta skjálftanum fylgdu
skjálftar með upptök vestar. Skjálfti 16.
ágúst var þeirra stærstur, líklega um 6,7
stig, og féllu í honum bæir í Flóa, allt
suður til strandar, um sunnanvert
Grímsnes og víðar. Sprungur miklar
mynduðust við Faugardæli og verður
að teljast líklegt að þar um liggi upp-
takamisgengið. Skjálftarnir 1784 komu
í kjölfar Skaftárelda og Móðuharðind-
anna og var því vart á hörmungar bæt-
andi.
1896.
Miklir jarðskjálftar hófust í Fand-
sveit 26.- 27. ágúst, en þeim fylgdu
einnig miklir skjálftar í Flóa og Ölfusi
5,- 6. september (8). Fyrstu stóru
skjálftarnir tveir urðu að kvöldi 26. og
morgni 27. ágúst og voru þeir álíka
stórir, tæplega 7 stig. Annar þeirra eða
báðir áttu upptök á misgengi sem enn
má rekja við Fækjarbotna og Flag-
bjarnarholt. Skjálftarnir ollu miklu
tjóni um allt Suðurlandsundirlendi.
Tveir skjálftar urðu með stuttu millibili
5. september. Annar átti upptök á
Skeiðum, á misgengi sem enn má
rekja, m.a. við Kálfhól, Kílhraun,
Borgarkot og Arakot. Hinn átti upptök
við Selfoss og féllu í honum allir bæir í
Votmúlahverfi og Smjördalahverfi.
Einnig hrundu 3 býli á Selfossi og þar
fórust hjón undir. Tjónasvæðið teygði
sig síðan til norðurs upp með Ingólfs-
fjalli. Aðfararnótt 6. september varð
enn skjálfti, og nú vestar. Aðaltjóna-
svæðið var um miðbik Ölfuss. Minna
varð tjónið með fjöllunum. Sprungur
mynduðust í jörð við Arnarbæli og
Kröggólfsstaði og bakkar Varmár um-
turnuðust. Flóðbylgja myndaðist í
Ölfusá og gekk á land fyrir neðan
Kaldaðarnes, einnig gekk Varmá upp á
bakka sína og hverabreytingar urðu við
Reyki.
Fyrir utan hviðurnar sem að ofan
eru taldar hafa oft orðið stakir skjálftar
og skjálftahrinur með upptök nálægt
endum skjálftabeltisins, þ.e. í Ölfusi og
á Rangárvöllum. í fyrri flokknum má
telja skjálftahrinur í Ölfusi 1706 og
1789 sem ollu umtalsverðu tjóni. I
seinni flokknum má telja skjálftann
1912 sem átti upptök á misgengi við
Selsund og Galtalæk (10). í seinni
flokknum er einnig skjálftinn við
Vatnafjöll 1987 (11).
Eftirfarandi tafla gefur upptök og
stærðir helstu skjálfta sem við sögu
koma síðan árið 1700. Stærðir sögu-
legra skjálfta eru metnar eftir stærð
tjónasvæðis, samkvæmt (12).
-203-