Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 344
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
sonur hjónanna Eyjólfs Júlíusar Finn-
bogasonar bifreiðastjóra er var fæddur
að Utskálahamri í Kjós og Guðrúnar
Þórðardóttir frá Uppsölum við Seyðis-
fjörð í ísafjarðardjúpi. Hann var elstur
sjö barna þeitra hjóna, en þau eru auk
hans; Finnbogi Kristinn f. 1925, Þórður
f. 1927, Erlaf. 1929, Hafsteinn f. 1932,
Aðalsteinn f. 1935, Örn Sævar f. 1939
og hálfbróðirinn Friðrik Rúnar f. 1945.
Halldór ólst upp í Reykjavík en
dvaldi ásamt fjölskyldu sinni lang-
tímum austur í Hvolhrepp þar sem
faðir hans annaðist fólksflutninga hjá
BSR enda einn af stofnendum þess
fyrirtækis. Þar reistu þau sumarbústað
er nefndist Vegamót og þar hélt fjöl-
skyldan til öll sumur og stundum langt
fram á vetur og gengu þá bræðurnir
tveir sem elstir voru þar í skóla.
Foreldrar hans slitu samvistir, þegar
Halldór var 12 ára gamall og fór hann
þá fljótt að taka til höndunum og varð
liðtækur vel til verka, enda tók vinna á
þeim árum við hverjum og einum jafn-
snemma og vettlingi varð valdið. Það
átti einnig við hjá Halldóri, og tók hann
að sjá fyrir sér svo sem mögulegt var
og var við ýmis störf heima og heiman
framan af.
Þann 18. apríl 1945 kvæntist hann
Kristínu Guðmundsdóttur frá Mykju-
nesi og eignuðust þau fimm börn. Þau
eru; Guðmundur Þórir f. 3. ágúst 1944,
Guðrún f. 28. september 1945, Gróa f.
11. september 1949, Ragnheiður f. 8.
október 1952, Ómar f. 22. febrúar
1954. Seinni kona Halldórs og eftirlif-
andi er Dagbjört Þórðardóttir lyfja-
tæknir frá Kvíarholti f. 25. júlí 1934.
Þau gengu í hjónaband 14. mars 1986
og eiga dótturina Margréti Dögg f. 3.
nóvember 1971.
Um tvítugsaldurinn hóf hann að star-
fa að bifreiðaakstri, í fyrstu hjá BSR en
síðar hjá Guðmundi Jónassyni, þeim
kunna frumkvöðli í hálendisferðum.
Með honum fór hann um óbyggðir
landsins, sífellt að kanna nýjar leiðir og
sjá út möguleika til vegagerðar og bæt-
tra samgangna til fjalla. Með starfinu
stundaði hann nám í bifvélavirkjun og
aflaði sér réttinda í þeirri iðn. Hann
gerðist síðan fyrsti verkstæðisformaður
bifreiðaverkstæðis Kaupfélags
Rangæinga að Rauðalæk í Holtum
þegar það var stofnað árið 1950. Þar
starfaði hann allt til ársins 1964, að
hann hóf störf hjá Orkustofnun, - síðar
Landsvirkjun, og vann hjá því fyrirtæki
allt þar til hann lét af störfum sjötugur
að aldri, síðustu árin sem staðar- umsjó-
narmaður við virkjanirnar.
Hann eignaðist fljótt sína eigin bif-
reið, enda hneigðist hugur hans
snemma að bifreiðum, bifreiðakstri,
fólksflutningum og ferðalögum og þar
var hin lífsglaða, áhugasama kempa í
essinu sínu. Sem verkstæðisformaður á
Rauðalæk var Halldór ævinlega boðin
og búinn að greiða hvers manns vanda,
hvort heldur var um að ræða bilaðar
vélar í túni um miðjan heysláttinn, eða
sjúkraflutningar á óvæntum stundum,
allt var sjálfsagt. Á þeim árum hóf
hann að aðstoða landmælingamenn
uppi á hálendinu í tengslum við undir-
búning og rannsóknir varðandi virkj-
anirnar og voru þær ferðir oft á tíðum
hinar mestu svaðilfarir. I framhaldi
þessara ferða hóf hann síðan störf hjá
Landsvikjun.
-342-