Goðasteinn - 01.09.2001, Page 382
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
Þorsteinn Jónsson frá
Drangshlíðardal A.-Eyjafjöllum,
Lundi, Hellu
Þorsteinn fæddist 13. janúar 1912 í
Drangshlíðardal foreldrum sínum,
hjónunum Jóni Bárðarsyni, fæddum á
Hunkubökkum á Síðu, og Elínu Kjart-
ansdóttur frá Drangshlíðardal, og var
hann yngstur sex barna þeirra sem upp
komust, en nú eru þá öll látin.
Þegar hann var 6 ára fékk hann
spönsku veikina og var nær rænulaus í
um viku. Allt heimilisfólk veiktist og
tvær eldri systur hans dóu í veikinni.
Það var þungbært að mæta þessari
sorg, sem fólkið var lengi að vinna sig
frá.
Þorsteinn var snemma glaðlyndur,
starfssamur og handlaginn. Hann tók
þátt í bústörfunum heima, en 19 ára fór
hann fyrst á vertíð til Vestmannaeyja til
að afla heimilinu tekna og var næstu 10
vetur á vertíðum, en á surnrin heima,
við ýmis störf, einkum smíðastörf, sem
léku í höndum hans. Hann giftist 1934
Þorbjörgu Guðjónsdóttur frá Raufar-
felli og sama ár hófu þau búskap með
foreldrum hans í Drangshlíðardal. Syn-
ir þeirra voru Jón Dalmann fæddur
1933 og Guðjón Yngvi fæddur 1935.
1961 eignaðist hann Erlu með Guðrúnu
Sigurðardóttur.
1936 varð hann fyrst yfirsmiður við
lagfæringar á Seljavallalaug og þá varð
starfsframtíð hans í raun ráðin. Upp frá
því vann hann einkum við smíðar sem
yfirsmiður, byggði upp hús frá grunni,
lagfærði, málaði og lagði miðstöðvar-
kyndingar í eldri hús á fjölda heimila í
Skaftafells- og Rangárvallasýslum, auk
þess sem hann var yfirsmiður kirkjunn-
ar í Eyvindarhólum og einnig í Stóra-
Dal. Það má segja að hann hafi verið
sjálfmenntaður smiður, greitt götuna til
framfara og rutt leiðina til hagsældar
fyrir svo marga með byggingu góðra
húsa, sem hafa staðist allt til þessa.
Þessi dugur hans og sjálfsmenntun var
staðfest af ráðherra með meistarabréfi
sem hann fékk 1954. Hann vann því
mikið að heiman við þessi smíða- og
uppbyggingarstörf, en Þorbjörg bjó
honum gott heimili í Drangshlíðardal,
þar sem þau bjuggu í félagsbúi með
foreldrum hans til 1946, en þá tóku þau
við búinu allt til 1959, þegar þau fluttu
í austurbæinn í Ytri-Skógum, sem síðar
var kennt við hann og kallað Þorsteins-
hús. Synirnir stofnuðu sín heimili, Jón
fór utan til náms en Yngvi starfaði með
föður sínum við smíðar og miðstöðvar-
lagnir meira og minna frá 1959 í um 20
ár.
Þorbjörg dó 1969. Eftir það átti Þor-
steinn eins og sitt annað heimili hjá
bændunum Sigurði og Ingimundi og
fjölskyldum þeirra í Ytri-Skógum, þar
-380