Goðasteinn - 01.09.2001, Page 48
Goðasteinn 2001
Halldór Guðmundsson, síðar lengi
bóndi í Strandarhjáleigu í Landeyjum,
þjóðhagi, fæddur 1821, og Guðmundur
Þorkelsson, sonur snillingsins Þorkels
Jónssonar á Ljótarstöðum. Guðmundur
bjó síðar á Brekkum í Hvolhreppi.
Hann var fæddur 1828 og hafði vanist
smíðum frá blautu barnsbeini. Þeir
Halldór og Guðmundur smíðuðu síðar
saman kirkjur að Eyvindarmúla og
Teigi í Fljótshlíð og kynntust þá konu-
efnum sínum.
Kirkjusmíðin stóð yfir frá 1849-50.
Menn hafa búið í haginn fyrir sér fyma
árið. Þá eru keypt 72 málborð, vafalítið
frá Vestmannaeyjum, fyrir 60 rbd.
Rekatré hafa fengist af fjörum og sög-
unarmenn eru ráðnir til starfa. Sagaðir
eru 12 bitar, helmingurinn líklega gólf-
bitar og 8 spenaikjálkar eru sagaðir. Inn
í reiknað verkakaup kemur fæði, ferða-
kostnaður og sagalán. Gluggasmíði fer
fram þetta ár og smíðaðir eru 12 glugg-
ar með 6 gluggakistum. Smíðin hefur
farið fram í vetrarbyrjun 1849 því í
kirkjureikningi það ár koma til útgjalda
kerti til lýsingar smiðnum og hafa þrjú
pund af tólg farið til steypunnar. Fæði
smiðsins er reiknað fyrir 16 daga og er
32 skildingar á dag. Líklega er það
smiðurinn Brynjólfur sem hér hefur
verið að verki. Meginvinnan hefur
farið fram 1850 og staðið sleitulaust
fram eftir sumrinu. Sú fyrirhyggja var
viðhöfð að leigja mjólkurkú af Magn-
úsi Björnssyni á Bergþóruhvoli, eins
og þá var skrifað, síðar bónda á Ljótar-
stöðum, og mjólk hennar ætluð kirkju-
smiðum til næringar. Byggingarreikn-
ingur sýnir að kýrin hefur verið það
sem gamla fólkið kallaði stritla því hún
mjólkar aðeins tæpar 8 merkur á dag.
Smiðirnir þurftu meiri mjólkurvökv-
unar við. Séra Jón Hjartarson skráir
þetta í byggingarreikninginn:
Ég léði vinnumenn mína nokkrum
sinnum þá á lá, lagði til meiri
part rjóma í kajfi og meiri hluta
mjólkur í málamat þar eð kýrin
mjólkaði ekki meira en svaraði
því er smiðirnir þurftu að drekka,
þar að auk hafði fólk mitt snún-
inga og frátafir frá vinnu sinni.
Kýrin var í þessari leigu í 13 og 1/2
viku. Mjólkurpotturinn var reiknaður á
6 skildinga og fyrir leigutímann voru
greiddir rúmlega 23 rbd. Magnúsi á
Bergþóruhvoli voru einnig greiddir 2
ríkisdalir fyrir rúmfatalán handa smið-
unum. Brynjólfur vann að kirkjusmíð-
inni í 117 daga, Halldór í 150 daga og
Guðmundur í 147 daga. Þeir fengu 64
skildinga í dagkaup og samtals var
smíðakaup þeirra 265 rbd. Fæðiskostn-
aður þeirra var um 114 rbd. Heildar-
kostnaður við kirkjusmíðina var 1140
ríkisdalir. Þetta samsvarar því sem góð
bújörð kostaði á þessum tíma.
Byggingarreikningur kirkjunnar
leggur ýmislegt gott efni upp í hendur
sem hér er ekki tóm til að huga að.
Ymislegt úr gömlu kirkjunni hefur
verið notað til smíðinnar. Kaup er greitt
til 10 manna í 10 og 1/2 dag við að losa
viði, draga út saum og bera viði saman.
Maður kemst í færi við úrelt orð eins
-46