Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 34
Goðasteinn 2001
var nú allt til reiðu og ekki um annað
að tala en þiggja hádegismat, eftir að
barnið hafði fengið sína aðhlynningu.
Já, svona eru þau hjón, Pálmi og Mar-
grét. Gestrisnin og hjálpsemin eðlislæg
og allt óþvingað, öllum líður vel í
návist þessa fólks.
Á árunum 1977 - 1985 átti ég oft
leið urrl á Hvolsvelli, kom þar á skrif-
stofuna og spjallaði við fólk. Fór mér
senr trúlega fleirum er þar koma, að ég
tók strax eftir hlýju viðmóti og prúð-
mannlegri framkomu, en ef til vill fyrst
og frernst eftir hressilegu og glaðbeittu
fasi Pálma senr var í forsvari í af-
greiðslu. Já hann Pálmi gefur sér tíma
til að ræða við fólk. Spyrja um menn
og málefni í þeirra sveit og greina frá
því sem markvert er í Rangárþingi og
ekki síst í Hvolsvelli, sem verður stór-
borg athafna og uppspretta góðra mála
í frásögn Pálma. Eg hef engum kynnst
sem er eins inikill og einlægur sonur
síns byggðalags og vill því og vinnur
jafn vel eins og Pálmi Eyjólfsson gerir.
Ríkir þættir í fari Pálma eru raunar
glaðværð, góðvild og bjartsýni - stund-
um eilítil óskhyggja. Það er gott að
víkja til hliðar voli og víli og sjá til
framfarabrautar, barlómur skaðar ein-
ungis. Þannig skipuðust málin á
taflborði lífsins að við Pálmi urðum
samstarfsmenn hér í sýsluskrifstofu
Rangárvallasýslu frá byrjun janúar
1986. Þá hafði Pálmi starfað í tæp
fjörutíu ár við embættið, og var þar
eins og gildur bóndi á bæjarhól, átti
þetta allt, þekkti málin og hafði leyst
þau á eigin vísu, enda ekki um annað
að ræða oft á tíðum, m. a. vegna lan-
grar dvalar sýslumanns á Alþingi.
Eftir að hafa starfað hér í Hvolsvelli
á sýsluskrifstofunni hef ég gert mér
grein fyrir húsandanum góða og þar
með einstakri samheldni og eindrægni
allra starfsmanna til að vinna saman og
vinna vel. Þessi andi er lil orðinn fyrir
góða kosti þeirra hjóna og Pálma Eyj-
ólfssonar og Margrétar Isleifsdóttur.
Fordæmi þeirra með stundvísi, reglu-
semi og ábyrgð í starfi hefur verið leið-
arljós annarra. Fyrir þetta erum við öll,
samverkafólk þeirra, þakklát.
Lífshamingja Pálma á sinn grund-
völl í hjúskapnum með Margréti. Já,
hún Magga er einstök manneskja, við-
mótið hlýtt og framkoman fáguð, það
er beinlínis mannbætandi að umgang-
ast þessa konu. Samstarf þeirra hjóna á
sýsluskrifstofunni hefur skilað góðum
árangri.
Sem samverkamaður á sýsluskrif-
stofu var Pálmi þægilegur og glaðvær
félagi. Þrátt fyrir mikla hæfileika til
samskipta í orðræðum, var Pálmi þó
ávallt einbeittur í því að verkum væri
lokið, helst að kvöldi, eða svo fljótt
sem vera mátti. Til að svo yrði dreif
hann í hlutunum og var góður verk-
stjóri og laginn við að fá fólk til virkra
starfa.
Svo sem áður er getið er andinn
góður á sýsluskrifstofunni og mótunin
runnin frá mörgum þó ljóslega sé hlut-
ur Pálma sem starfsmanns í 44 ár hvað
mestur. Um hlutverk þessarra embætta
sem þjónustustofnana fyrst og fremst, í
þágu íbúanna, hefur ávallt verið góð
-32-