Goðasteinn - 01.09.2001, Page 198
Suðurlandsskjálftar árið 2000
Goðasteinn 2001
Eyjafjallajökuls, 1994 og 1999, og
Hrómundartinds á Hellisheiði, 1994-
1998, Hekla hefur gosið á 10 ára fresti
undanfarið og jafnvel Katla lét á sér
kræla 1999. Við höfum með stuttu mil-
libili verið minnt á að við bííum í landi
náttúruhamfara og þurfum að læra að
lifa með þeim. Þetta á ekki síst við um
Rangárvallasýslu sem á við óvenju
fjölbreyttar hamfarir að glíma.
1 þessari grein verður leitast við að
gefa mynd af jarðskjálftunum út frá
jarðfræðilegum sjónarhóli. Talsverðar
rannsóknir eru í gangi og fjarri er því
að öll kurl séu komin til grafar. Að
rannsóknunum vinnur fjölmargt fólk,
bæði hérlendis og erlendis. Mynd sú
sem hér er gefin er byggð á vitneskju
sem þegar er fyrir hendi og kynnt hefur
verið í greinum og á ráðstefnum fram
til þessa. Þar ber hæst haustráðstefnu
Jarðfræðafélags íslands í Reykjavík í
nóvember 2000 og haustráðstefnu Am-
eríska jarðeðlisfræðisambandsins í San
Fransiskó í desember 2000.
Flekar, flekaskil, rek og sprungur
Umbrotasvæði íslands eru hluti af
miklum flekaskilum sem liggja eftir
Atlantshafi endilöngu (2). Stinnhvolfs-
flekar færast í sundur um skilin og til
verður ný jarðskorpa í bilinu með til-
heyrandi jarðskjálftum og eldgosum.
Hér á landi eru það Norður-Ameríku-
flekinn og Evrasíuflekinn sem færast í
sundur og er rekstefna þeirra um 15°
norðan við vestur eða sunnan við aust-
ur eftir því hvernig horft er á málin.
Rekhraðinn er tæplega 2 cm á ári, þ.e.
Austur- og Vesturland fjarlægjast sem
þessu nemur á hverju ári. Þessi færsla
veldur því að spenna hleðst upp í jarð-
skorpunni næst flekaskilunum. Þegar
spennan fer yfir þau mörk, sem bergið í
jarðskorpunni þolir, brestur það. Það
myndast sprunga og veggir hennar
ganga á víxl með snöggum rykk.
Rykkurinn hrindir af stað bylgju-
hreyfingu í jarðskorpunni sem berst út
frá upptökunum í allar áttir. Það er
þessi bylgjuhreyfing sem við skynjum
sem jarðskjálfta (3).
Flekaskilin á Islandi eru nokkuð
flókin (sjá 1. mynd). Þau ganga á land
við Reykjanes, liggja eftir Reykjanes-
skaga endilöngum og klofna síðan á
Hellisheiði í tvær greinar. Önnur
greinin liggur til norðausturs, um
Þingvallavatn og upp til Langjökuls.
Hin greinin liggur beint til austurs, um
Ölfus, Flóa, Skeið, Holt, Land og
Rangárvelli, í stefnu nokkurn veginn á
Heklu. Þar rennur þessi grein flekaski-
lanna saman við eystra gosbeltið.
Skilin halda þaðan til norðausturs,
undir Vatnajökul og norður í land þar
sem þau greinast og ganga út í sjó í
Öxarfirði, Skjálfanda og Skagafirði.
Skjálftabeltið á Suðurlandi er því
grein af flekaskilunum og stefnir næst-
um samsíða flekarekinu. A slíkum belt-
um verða jarðskjálftar að jafnaði
stærstir á flekaskilum Atlantshafsins.
Þeir geta náð stærðinni 7 en fátítt er að
þeir verði miklu stærri en það. Af því
sem að framan segir má ráða að svæðið
sunnan beltisins fylgir Evrasíuflek-
196