Goðasteinn - 01.09.2001, Qupperneq 271
Oddastefna 2000
Goðasteinn 2001
raunverulegir og sólin og tunglið.
(James P Mackey, An Introduction to
Celtic Christianity, Edinburgh, T & T
Clarke, p. 12).
Eins og við vitum er sálnaflakk
meginatriði indverskrar heimspeki.
Keltnesk tungumál eru af indóevrópsk-
um tungumálaættum og það var líka
einskonar sálnaflakk í keltneskri heim-
speki að fornu, fyrir kristnitöku. Hjá
heiðnum Irum að fornu var „neart“ í
öllurn hlutum. Það var í lífi manna, í
lífi fugla, býflugna, það var jafnvel í
steinum og björgum. Hvað var þessi
„neart“? A írsku nú í dag þýðir það
orka. Benedikt munkur, dr. Seán Ó
Duinn gerði grein fyrir málinu á þessa
leið: Þegar kind deyr, fer hún að rotna,
þá éta ormar hana og þegar ormarnir
deyja hjálpa þeir grasinu að vaxa. Lífið
í kindinni flæðir inn í ormana, og lífið í
ormunum flæðir inn í grasið og blómin,
lífið er bara alltaf að breytast. Þessi
hugmynd - „neart“ - er lykillinn að
skilningi á heimspeki Scotusar Erigina
(Bækur O Duinn eru því miður ein-
vörðungu á írsku).
Þessi heimspeki minnir mig mikið á
heimspeki Heraklitusar sem var grísk-
ur. Hann sagði að „panta hrei“ eða allt í
náttúrunni er alltaf að breytast. Þess
vegna getur Tudur Jones, vel þekktur
fræðimaður í keltneskum áhrifum á
kristindóm að fornu í Wales, talað um
sterka skynjun nálægðar eilífðarinnar
við hversdagslega hluti (sjá James P.
Mackey, An Introduction to Celtic
Christianity, Edinburgh, T & T Clark,
1989, p. 13).
Heilög Brigida
Aðrir keltneskir eiginleikar sem
Mackey nefnir eru löngun þeirra til að
skoða sig um erlendis, flökkueðli, og
virðingarstaða kvenna í fornkeltnesku
samfélagi.
I doktorsritgerð Margrétar Cor-
macks við Yaleháskóla í Bandaríkj-
unum, „The Saints in Iceland“, er mjög
þýðingarmikil tilvitnun um tvær kirkjur
tileinkaðar heilagri Brigidu (Núpur og
Mýrar í Dýrafirði). Stafsetning nafns
hinnar heilögu er „Brigid“ eða
„Brigit“, írska stafsetningin en ekki
„Birgitta“. Hátíð hinna tveggja kirkna
heilagrar Brigidu var fyrsta febrúar, ná-
kvæmlega sama daginn og á Irlandi.
(Cormac, M., The Saints in Iceland
(Bruxelles 1994)). í tuttugasta og sjötta
kafla Jóns sögu helga (yngri gerðar)
stendur: „... og lauk þegar sönginum
Brigiðar messu. En Kyndilmessu dag
sjálfan þá vaknaði hann“. Kyndil-
messudagurinn er annan febrúar en
samhengið gæti gefið til kynna að
daginn á undan, fyrsta febrúar hefði
verið hátíð Brigiðar. Um þessa tilvitn-
un eru þessar athugasemdir:
(a) Stafsetning nafns hinnar heilögu
er, eins og vikið var að, en írska staf-
setningin, en ekki „Birgitta“.
(b) Birgitta af Svíþjóð var lýst heil-
ög árið 1391. Höfundur sögunnar er
Gunnlaugur Leifsson munkur á Þing-
eyrum sem dó 1218 eða 1219 (Jónsson
G., Byskupa sögur, annað bindi,
Haukadalsútgáfan, Snorraprent,
Reykjavík 1948, formáli b.V 111).
(c) Hátíð hinnar heilögu Brigið er 1.
-269-