Goðasteinn - 01.09.2001, Page 329
Goðasteinn 2001
Annálar 2000
Frá auglýsingastjóra
Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé um öflun
auglýsinga í Goðastein, en undanfarin ár hefur
Elísabet Sverrisdóttir frá Skógum séð um þann
hluta starfsins með miklum og góðum árangri.
Hún hefur undirbúið jarðveginn af mestu ágæt-
um og fengið hin ýmsu fyrirtæki og samtök til
liðs við ritið og tekist að sannfæra langflesta
þeirra um gagnsemina af því að eiga í ritinu
auglýsingu sem lesin er allt árið. Elísabet gat
vegna atvinnu sinnar ekki séð um auglýsinga-
öflunina áfram, svo að hún hverfur nú frá því
starfi. Ritstjórnin færir henni bestu þakkir fyrir
starf sitt og óskar henni velgengni og gæfu-
ríkrar framtíðar.
Mér hefur komið ánægjulega á óvart hve
jákvæð fyrirtækin í héraðinu eru gagnvart rit-
inu. Eg hef áður komið að slíkri auglýsinga-
öflun í önnur rit, og sjaldnast haft mikla
ánægju af, enda er oft litið á slíka starfsemi
sem sníkjur og hálfgerðan átroðning. En ekki í
þessu tilviki. Það heyrir til algjörra undan-
tekninga ef mér hefur ekki verið tekið mjög vel
- með hrósi um ritið óg fúsum vilja til að halda
áfram að auglýsa í því. Nýir aðilar sem ég hef
leitað til hafa ekki síður tekið málaleitan minni
afskaplega vel. Sömu sögu hefur að segja
Vigfús Andrésson sem ég kallaði mér til aðs-
toðar við auglýsingaöflunina.
Auðvitað er það svo að sumir þeirra sem
leitað er til telja sér ekki henta að auglýsa í rit-
inu nema kannski við og við. Það er hið eðli-
legasta mál og ekkert við því að segja. Við
erum þakklát fyrir hverja birtingu, jafnvel þótt
hún sé ekki árviss. Aðstæður fyrirtækja eru
mismunandi og geta sveiflast til, einkum hinna
minni sem ekki fara varhluta af þeirri fólks-
fækkun og þeim fjármagnsskorti sem almennt
hrjáir landsbyggðina - og því miður einnig
héraðið okkar.
Ýmsir lesendur okkar hafa fært það í tal við
okkur að þeirn finnist hentugt að geta flett upp
í ritinu þeim þjónustu- og sölufyrirtækjum sem
starfa í sýslunni. Þeim finnst líka mikilvægt að
auglýsingarnar í ritinu gefi nokkuð ítarlega
' mynd af þeirri starfsemi sem fram fer í sýsl-
unni. Það hafi heimildargildi fyrir síðari tíma
I og þjónustugildi fyrir lesendur ritsins sem nú
fer inn á a.m.k. þriðja hvert heimili sýslunnar í
áskrift. Við getum fúslega tekið undir þessa
skoðun, því að tilgangur okkar með birtingu
auglýsinga var ekki einvörðungu sá að afla rit-
inu tekna, heldur einnig og ekki síður að auka
heimildagildi ritsins með þeim.
Um leið hafa þessir lesendur gagnrýnt
okkur fyrir að ekki séu í ritinu auglýsingar frá
ýmsum stórum fyrirtækjuni sent hér starfa,
mörg hver með marga starfsmenn og heilmikla
veltu. Þar eru nefnd til sögunnar góð og gegn
fyrirtæki eins og Sláturfélag Suðurlands,
Kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ, Kjúklinga-
búið á Hellu og Ásmundarstöðum, Húsasmiðj-
an á Hvolsvelli, bensínstöðvarnar, bílaskoð-
unin, stór verkstæði af ýmsu tagi og ýmis önn-
ur fyrirtæki og félög sem hafa starfað hér um
slóðir um lengri eða skemmri tíma, héraðinu
og íbúum þess til heilla. Einnig hafa þessir
áskrifendur bent okkur á að þeim finnist
eðlilegt að í ritinu séu auglýsingar og skilaboð
frá þeim stórfyrirtækjum Suðurlands (með aðe-
tur á Selfossi) og raunar landsins alls sem helst
þjóna íbúunum. Nokkur séu og hafi hafi frá
upphafi verið með, svo sem Mjólkurbúið,
Vélar og þjónusta, Búnaðarbankinn og fleiri,
en önnur sjáist ekki, svo sem áburðarfyrirtæki,
stórmarkaðir, ýmis véla- og tækjaumboð o. fl.
Við ætlum okkur í framtíðinni að reyna að
bæta úr þessu og væntum góðra viðbragða hjá
þessum aðilum á næstu árum.
Guðmundur Sæmundsson
-327-