Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 9
6. Grænölur á ógrónu landi í Breiðdal,
tveimur árum eftir gróðursetningu.
Mynd: Ása L. Aradóttir.
dugmiklar, innlendar land-
græðsluplöntur, svo sem mel-
gresi, birki eða loðvíðir. Einhver
kynni að segja, að hér örli á
þeirri tilhneigingu að sýnast
grasið grænna hinum megin
girðingar. Á hitt skal bent, að
mjög fer eftir aðstæðum hvaða
tegundir henta best til land-
græðslu á hverjum stað. Sé
markmiðið að rækta birkiskóg
eða kjarr, þá á að planta eða sá
birki. Sé markmiðið hins vegar
að stöðva jarðvegseyðingu eða
græða upp rýrt land, þá kunna
aðrar tegundir að vera öflugri og
ber þá að nota þær án tillits til
uppruna þeirra.
Nefna má fáein dæmi um
eðliskosti sem innfluttar tegund-
ir gætu haft fram yfir þær inn-
lendu. Sumar kunna að vera
hraðvaxnari og hávaxnari, og
gætu veitt þannig fyrr meira
skjól. Aðrar gætu átt auðveldara
með að dreifa sér með rótarskot-
um, og lokað þannig gróðurhul-
unni á skemmri tíma. Nokkrar
gætu verið nægjusamari á nær-
ingarskilyrði jarðvegs og bætt
frjósemi hans fyrr, t.d. með hjáip
sambýlisörvera sem vinna nitur
(köfnunarefni) úr lofti. Enn aðrar
gætu verið þolnari gagnvart salti
og særoki, og þannig hentað bet-
ur en innlendar tegundir á sjáv-
arsöndum. Svo gæti verið að til
væri sú tegund, sem sameinar
alla þessa kosti.
Ekki má gleyma ókostum inn-
fluttra tegunda. Þær gætu t.d.
hentað verr fslensku loftslagi en
tegundir sem mótast hafa af og
aðlagast íslenskum aðstæðum
frá því að ísaldarjökla leysti.
Þeim gæti t.d. verið hættara við
7. Landgræðsluskógur breytist með
tímanum í skemmtilegt útivistar-
svæði. Myndin sýnir gráöl og birki í
gömlum „landgræðsluskógi" á Þverár-
aurum í Fljótshlíð, en þar var trjám og
lúpínu plantað í ógróinn aurinn fyrir
um 50 árum. Mynd: Aðalsteinn Sigur-
geirsson.
fátíðum en mjög alvarlegum
skemmdum af völdum vorfrosta,
svo sem reynslan sýnir (Haukur
Ragnarsson 1964). Annar augljós
ókostur innfluttra tegunda er sú
staðreynd að þær eru „útlendar",
og því verr þokkaðar af „þjóðern-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
7