Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 16

Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 16
hann varð til f sumar þegar for- setinn heiðraði okkur Akurnes- inga með komu sinni til Akraness f tilefni 50 ára afmælis bæjarins. Við það tækifæri gróðursetti for- setinn þrjú birkitré með aðstoð ungra Akurnesinga, ennfremur mælti forsetinn vel valin orð til áheyrenda um skyldur okkar við landið. í Garðalund var byrjað að planta vorið 1944. Var aðallega plantað víði og birki, en erfitt var að fá ungplöntur á þessum árum. Gróðursetning fór hægt af stað fyrstu árin, þartil upp úr 1950 en þá fara að koma á markaðinn greniplöntur sem sýndu fljótlega að þær myndu þrífast allvel og eru elstu trén orðin myndarleg í dag. 1947 er Guðmundur Jónsson kosinn formaður félagsins, en hann var nýráðinn garðyrkjuráðu- nautur Akranesbæjar. Hann var formaður félagsins óslitið í 22 ár, og hafði hann alla tfð, meðan hans naut við, umsjón með Garðalundi og á drýgstan þátt f að móta þetta svæði. Lítil starfsemi var hjá félaginu á árunum milli 1970-1980 en upp úr þvf var gert átak til að halda starfinu áfram. Á þessum árum var búið að gróðursetja í Garðalund eins og skipulag hans leyfði. Var nú feng- ið nýtt land f norðurhlfð Akra- fjalls, um 30 hektarar. Er þetta svæði votlent á köflum, enda kallað „Slaga". Þarna eru lfka fal- leg holt og hvammar og útsýni einstaklega fallegt. í þetta svæði hefur aðallega verið gróðursett birki og víðir, og er hugsað að hafa þessar tegundir sem land- nema öðrum tegundum til skjóls. Nú er búið að gróðursetja um 80 þúsund plöntur. Þetta nýja land gefur félaginu mikla möguleika til þróttmikils starfs í framtíðinni. Félagar í Skógræktarfélagi Akraness eru nú rúmlega 100, Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, gróðursetur birkitré í Garða- lundi á afmælisári Akranesbæjar og Skógræktarfélagsins. flestir virkir og áhugasamir. Nú- verandi stjórn skipa eftirtaldir félagar: Eygló Einarsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Þórunn Steinars- dóttir, Stefán Jónsson og Stefán Teitsson sem er formaður. Við sem störfum í Skógræktar- félagi Akraness viljum þakka öll- um brautryðjendum, sem hafa skilað okkur ómetanlegu starfi og reynslu og vísað okkur fram á veg, til að gera okkar fagra land ennþá fegurra. Það var okkur félögum í Skóg- ræktarfélagi Akraness mikil á- nægja og hvatning að aðalfundur Skógræktarfélags íslands skyldi haldinn á Akranesi á afmælisár- inu. Við viljum þakka stjórn og starfsmönnum Skógræktarfélags íslands fyrir ánægjulegt samstarf. 14 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.