Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 16
hann varð til f sumar þegar for-
setinn heiðraði okkur Akurnes-
inga með komu sinni til Akraness
f tilefni 50 ára afmælis bæjarins.
Við það tækifæri gróðursetti for-
setinn þrjú birkitré með aðstoð
ungra Akurnesinga, ennfremur
mælti forsetinn vel valin orð til
áheyrenda um skyldur okkar við
landið. í Garðalund var byrjað að
planta vorið 1944. Var aðallega
plantað víði og birki, en erfitt var
að fá ungplöntur á þessum árum.
Gróðursetning fór hægt af stað
fyrstu árin, þartil upp úr 1950 en
þá fara að koma á markaðinn
greniplöntur sem sýndu fljótlega
að þær myndu þrífast allvel og
eru elstu trén orðin myndarleg í
dag.
1947 er Guðmundur Jónsson
kosinn formaður félagsins, en
hann var nýráðinn garðyrkjuráðu-
nautur Akranesbæjar. Hann var
formaður félagsins óslitið í 22 ár,
og hafði hann alla tfð, meðan
hans naut við, umsjón með
Garðalundi og á drýgstan þátt f
að móta þetta svæði.
Lítil starfsemi var hjá félaginu
á árunum milli 1970-1980 en upp
úr þvf var gert átak til að halda
starfinu áfram.
Á þessum árum var búið að
gróðursetja í Garðalund eins og
skipulag hans leyfði. Var nú feng-
ið nýtt land f norðurhlfð Akra-
fjalls, um 30 hektarar. Er þetta
svæði votlent á köflum, enda
kallað „Slaga". Þarna eru lfka fal-
leg holt og hvammar og útsýni
einstaklega fallegt. í þetta svæði
hefur aðallega verið gróðursett
birki og víðir, og er hugsað að
hafa þessar tegundir sem land-
nema öðrum tegundum til skjóls.
Nú er búið að gróðursetja um 80
þúsund plöntur. Þetta nýja land
gefur félaginu mikla möguleika
til þróttmikils starfs í framtíðinni.
Félagar í Skógræktarfélagi
Akraness eru nú rúmlega 100,
Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, gróðursetur birkitré í Garða-
lundi á afmælisári Akranesbæjar og
Skógræktarfélagsins.
flestir virkir og áhugasamir. Nú-
verandi stjórn skipa eftirtaldir
félagar: Eygló Einarsdóttir, Erna
Þórarinsdóttir, Þórunn Steinars-
dóttir, Stefán Jónsson og Stefán
Teitsson sem er formaður.
Við sem störfum í Skógræktar-
félagi Akraness viljum þakka öll-
um brautryðjendum, sem hafa
skilað okkur ómetanlegu starfi
og reynslu og vísað okkur fram á
veg, til að gera okkar fagra land
ennþá fegurra.
Það var okkur félögum í Skóg-
ræktarfélagi Akraness mikil á-
nægja og hvatning að aðalfundur
Skógræktarfélags íslands skyldi
haldinn á Akranesi á afmælisár-
inu. Við viljum þakka stjórn og
starfsmönnum Skógræktarfélags
íslands fyrir ánægjulegt samstarf.
14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993