Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 27
vel lengur ef um mjög stór tré er
að ræða.
Ef tré eru krónumikil getur ver-
ið full ástæða til að minnka blað-
flötinn á trénu með þvf að klippa
einstakar greinar eða fækka lauf-
blöðum.
Hafa verður í huga að það get-
ur skipt sköpum úr og f hvers
konar umhverfi tré er flutt. Planta
sem vaxið hefur f vernduðu um-
hverfi fyrir veðrum og vindum og
er flutt f annað næðingssamara
er lfklegri til að láta á sjá en það
tré sem flutt er í svipað umhverfi
og áður. Þekkt eru mörg tilfelli
þar sem tré af ýmsum stærðum
eru flutt úr veðursælum görðum
100 m ofar í landið og tugi kíló-
metra innar en þau áður stóðu.
Eru það einkum sumarhúsaeig-
endur er framkvæma slíka flutn-
inga og þá oft með misjöfnum
árangri. Stundum eru það t.d.
óvönduð vinnubrögð sem verða
þess valdandi að flutningar mis-
takast, óhagstæð veðrátta fyrsta
sumarið hefur sitt að segja og
ekki má gleyma tegundavali. En
hver sem orsökin er þegar illa fer,
er gott að skoða hvern verkþátt
fyrir sig og íhuga hvort einhvers
staðar megi koma auga á þátt
eða þætti er betur hefðu mátt
fara, það er fyrsta skrefið til að
öðlast reynslu.
Það er áhættuminna að flytja
tré í umhverfi sem er svipað hinu
fyrra. Talið er að plöntur geti að-
lagað sig því umhverfi sem þær
vaxa í, en því stærri eða eldri
sem plönturnar eru má gera ráð
fyrir að aðlögunarhæfni minnki.
Ef flytja þarf verðmætt tré, t.d.
fágætt eða sérstaklega fallegt í
vexti, má eindregið mæla með að
leitað sé til fagmanna um ráð-
gjöf.
Þau tré sem algeng eru hér-
lendis og teljast auðveldust til
flutnings eru fyrst og fremst ösp
og víðitegundir, þá álmur, birki,
reyniviður, greni, lerki og furur er
ekki hafa stólparót, t.d. fjallafur-
ur.
Ef flytja á tré, hvort heldur hátt
eða lágt, er lágmarkskrafan vönd-
uð vinnubrögð.
í grein þessari hafa verið sett
fram dæmi um viðmiðanir, stærð
hnausa, trjáa og dýpt og ummál
holna, en ekki skal líta á þær sem
heilagar tölur, þær eru eingöngu
notaðar sem vísbending.
Margt af því sem fjallað hefur
verið um á ekki síður við um
smáplöntur sem ekki þurfa rótar-
skurð, t.d. pottaplöntur, en það
er ekki viðfangsefni þessarar
greinar.
Myndir: greinarhöfundur.
HEIMILDIR
ÁSGEIR SVANBERGSSON 1989.
Tré og runnar. 2. útgáfa.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.,
Reykjavík.
PLANTERNES LIVSFUNKTIONER
1980. Plantefysiologi for jord-
brugere. 2. útgáfa. Væksthus ÍNFO,
Kobenhavn.
POLITIKENS HAVEBOG 1982.
2. útgáfa. Politikens Forlag A/S,
Copenhagen.
SKRÚÐGARÐABÓKIN 1967.
Garðyrkjufélag fslands,
Reykjavík.
SKÓGRÆKTARBÓKIN 1990.
Skógræktarfélag íslands,
Reykjavík.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
25