Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 29
að skipta um foreldra með lítilli
fyrirhöfn, 5) auðvelt er að víxla,
og 6) hægt er að gera ýmsar til-
raunir, t.d. með kynblöndun.
Okostir eru helst þeir að 1) stofn-
kostnaður er talsverður, byggja
þarf gróðurhús og stunda þróun-
arrannsóknir, 2) fræ verður ekki
ódýrara en innflutt fræ í byrjun,
°g 3) hugsanleg eftiráhrif um-
hverfisins í gróðurhúsinu á fræ-
Plöntur (sbr. (ohnsen 1989).
Trjákynbætur hafa verið stund-
aðar í nokkra áratugi og komin er
talsverð þekking á gildi þeirra og
aðferði r sem nota má bæði f
gróðurhúsum og frægörðum (t.d.
Zobel ogTalbert 1984, Lambeth
• 980, Franklin 1981, Greenwood
et al. 1979, Lambeth og Green-
wood 1987, Paques 1989, Ross
1989). Fræframleiðsla ígróður-
húsum er hins vegar ekki stund-
uð nema fyrir birki í Finnlandi og
nýlega á íslandi (Lepisto 1973,
Þorsteinn Tómasson 1986).
f þessari grein er fjallað um fyr-
irhugaðar tilraunir með kynbætur
á lerki fyrir fsland. Með því að
nota úrvalstré til undaneldis og
rækta fræ í gróðurhúsum má
bæta úr fræskorti og auka hlutfall
beinvaxinna og vel aðlagaðra
trjáa í íslenskum lerkiskógum
framtíðarinnar. Hægt er að skipta
framkvæmdum f þrjá þætti; 1)
þróun aðferða, t.d. tilraunir með
örvun blómgunar, frævun o.þ.h.,
2) hinar eiginlegu kynbætur, úr-
val, víxlun, prófun afkvæma og 3)
fræframleiðslu. Tilraunaaðstaða
er á Vöglum í Fnjóskadal.
Val á foreldrum
Eiginleikar trjáa sem valin eru til
undaneldis ráðast af því til hvers
nota eigi afkvæmin. Hér er gert
ráð fyrir að afurðir lerkis verði
Kvæmatilraunir með lerki og hvítgreni
(nær) í Kanada. Hægramegin við skilt-
ið í lerkireitnum má sjá einstakling
sem skarar fram úr. Svona tré finnast
einnig í íslenskum lerkiskógum.
viðurtil margskonar nota, svo
sem í girðingarstaura, mótatimb-
ur, borðvið, kurl til pappírsgerðar
auk landgræðslugildis sem lerki
hefurán kynbóta. Eiginleikar
trjáa sem gera þau góð til timb-
urframleiðslu eru 1) beinn bolur,
bugðulaus og laus við hlykki eftir
kalskemmdir, 2) fínlegar greinar
og 3) gleitt greinarhorn þannig
að regnvatn renni frá bolnum og
minni hætta sé á fúa. Þessir eig-
inleikar lýsa um leið trjám sem
mörgum finnst falleg. Væru þau
þvf sennilega eftirsótt á garð-
plöntumarkaðnum. Auk þessara
eiginleika skulu foreldratré vera
a.m.k. í meðallagi há og helst
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
27