Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 30
Tilgangur lerkikynbóta er að auka
hlutfall beinvaxinna og vel aðlagaðra
trjáa í lerkiskógum framtíðarinnar.
hærri en nágrannar þeirra, en
vaxtarhraði er eitt það helsta
sem lerki hefur fram yfir aðrar
tegundir barrtrjáa og ekki er ætl-
unin að draga úr honum.
Nítján úrvalslerki voru valin í
nágrenni Hallormsstaðar haustið
1992 (Tafla 1). Auk höfundar tóku
Arnór Snorrason, Jón Loftsson,
Rúnar ísleifsson, Sigurður Blöndal,
Skúli Björnsson og Þór Þorfinns-
son þátt í leitinni. Áhersla var
lögð á 1) beinan bol, bugðulaus-
an og lausan við hlykki og gan-
kvisti, 2) að trén væru stærri en
nágrannar þeirra, 3) oddmjóa
krónu sem merkir að tréð sé enn
í örum vexti, 4) fínlegar greinar
og 5) gleitt greinarhorn. Tré nr. 8
(sifjalerki, Larix x eurolepis Henry)
var valið þrátt fyrir bugðóttan
vöxt og grófar g'reinar vegna
stærðar sinnar, enda verður það
notað til kynblöndunar. Einnig er
tré nr. 10 (evrópulerki) ætlað til
kynblöndunar. Tré 20a-j eru 10
þriggja ára fræplöntur af Imatra
kvæmi. Þau eru með vegna fyrir-
hugaðra blómgunartilrauna.
Trén sem valin voru, voru öll
10 ára eða eldri nema eitt. Tré nr.
i 5 var 8 ára en af kvæmi sem ætti
að vera gott (Plesetsk) og hefur
vaxið mjög vel. Talið er að val á
8-10 ára trjám skili a.m.k. 95% af
þeim erfðafræðilega ávinningi
sem fæst við val eftir hálfan lotu-
aldur (Lambeth 1980, White og
Hodge 1992). Á næstu árum
verður leit að úrvalslerki haldið
áfram, og þá víðar en á Hall-
ormsstað. Markmiðið er að velja
100-200 tré svo hægt sé síðan að
velja 15-20 frjósömustu og bestu
foreldrana úrtil undaneldis.
Lerkigrein í ágræðslu.
Þessi heildarfjöldi klóna er
einnig nauðsynlegur vegna vals
úr afkvæmahópum seinna til á-
framhaldandi kynbóta, en þá er
talsverð erfðafræðileg breidd
æskileg.
Ágræðsla
Greinar eru klipptar af útvöldu
trjánum seinnipartinn f febrúar.
Greinarnar mega vera hvaðan
28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993