Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 47
aldamót. Jónas Jónasson minnist
t.d. ekki á jólatré í Þjóðháttum
sfnum og ekki er þeirra heldur
getið í neinum æviminningum
fyrir 1900. Þetta er þó ekki undar-
legt þar sem víðast hvar var óger-
legt, fyrir allan almenning, að
verða sér úti um grenitré á þess-
um árum. Á þessu réðu menn þó
allfljótt bót og bjuggu til gervi-
jólatré. Heimildireru um þess-
konar tré frá því milli 1880- 90,
en þeim hefur fjölgað mjög eftir
aldamótin. Þá var farið að reka
áróður fyrir þvf í jólablöðum
tímaritsins „Unga ísland" að
menn öfluðu sér jólatrés og
kennt að búa til skraut á það.
Gervitrén voru þannig úr garði
gerð, að tekinn var mjór staur,
sívalur eða strendur, og hann
festur við stöðugan fót (e.k.
stofn). Á staurinn voru síðan
negldar álmur, eða göt boruð á
staurinn og álmunum stungið
þar í (e.k. greinar). Venjulega
voru þær hafðar lengstar neðst
og styttust síðan upp eftir og
stóðu á misvíxl. Á þeim voru sfð-
an kertin látin standa. Allt þetta
varvenjulega málað, oftast
grænt og síðan tínt sortulyng,
krækilyng, beitilyng eða einir og
tréð skreytt með þvf. Síðan voru
mislitir pokar og annað skraut
hengt á tréð.
Þessi tré voru notuð bæði í
sveitum og þorpum, þangað til
að erlend tré fara að flytjast
hingað inn f stórum stíl. Sum-
staðar tíðkaðist að útbúið var
eitt tré fyrir heila sveit og stóð
það þá í samkomuhúsi eða öðru
sameiginlegu húsi sveitarinnar
og þorpsins. Komu börnin þá að
úr allri sveitinni til að sjá jóla-
tréð og oft var haldin barnasam-
koma þar um jólin.2
Notkun þessara heimatilbúnu
jólatrjáa stendur langt fram eftir
öldinni eða þar til innflutt jólatré
fara að verða algengari, bæði lif-
andi og gervitré.
Innflutningur jólatrjáa
Danir eru allra Evrópuþjóða
fremstir í ræktun jólatrjáa, ef ekki
í heiminum. Þeir hjuggu árið
1991 um 10 milljón jólatré, sem
þeir seldu vítt og breitt í Evrópu.
Var það um 30% aukning frá ár-
inu áður m.a. vegna frostskaða á
trjám í Þýskalandi, Belgíu og
Frakklandi. Nam útflutningurinn
8,5 milljón trjám, en 1,5 milljón
trjáa fór á heimamarkað. Greina-
framleiðsla þeirra þetta sama ár
nam um 33.000 tonnum. Þessi
framleiðsla skipar stóran sess í
Svona litu heimatilbúnu jólatrén út
sem sett voru upp í stofum lands-
manna langt fram á þessa öid. Þetta
tré var sett upp á Árbæjarsafni og var
skreytt með sortulyngi.
Mynd: I.G.P. des.92.
dönskum landbúnaði og var út-
flutningsverðmæti jólatrjáa og
-greina um 610 millj. dkr. 19918
(ca 6.100 millj. ísl.kr.).
Þau tré sem við kaupum hing-
að inn til landsins koma nær ein-
göngu frá Danmörku. Höfum við
frá fyrstu tíð keypt nær öll okkar
tré af Dönum, en einungis smá-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
45